Mikið um að vera hjá Faxaflóahöfnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2018 13:56 Auk skemmtiferðaskipa er ítalska seglskipið Amerigo Vespucci í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Sigurjón Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“ Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira
Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Sjá meira