Mikið um að vera hjá Faxaflóahöfnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2018 13:56 Auk skemmtiferðaskipa er ítalska seglskipið Amerigo Vespucci í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Sigurjón Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira