Niki Lauda á spítala: Fór í lungnaígræðslu Bragi Þórðarson skrifar 5. ágúst 2018 11:00 Lauda er á spítala. vísir/getty Niki Lauda, formaður Mercedes liðsins og þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 liggur á spítala í Vínarborg eftir lungnaígræðslu. „Aðgerðin gekk vel og er Lauda á batavegi,” segir í yfirlýsingu. Austurríkismaðurinn varð heimsmeistari ökumanna árin 1975, 1977 og 1984 og er eini ökumaðurinn í sögunni til að vinna titla bæði með Ferrari og McLaren. Í slagnum um titilinn við James Hunt árið 1976 slasaðist Lauda illa eftir árekstur á Nurburgring brautinni. Niki sat fastur í brennandi Ferrari bíl sínum í um það bil mínútu og sködduðust lungu hans talsvert við að anda að sér brennandi yfirbyggingu bílsins. Það er talin sennileg ástæða fyrir þeim lungnasjúkdómum sem hrjáð hafa kappann síðastliðin ár. Búist er við fullum bata hjá hinum 69 ára gamla Lauda og verður hann því örugglega mættur á þjónustusvæði Mercedes í næstu keppni. Formúla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Niki Lauda, formaður Mercedes liðsins og þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 liggur á spítala í Vínarborg eftir lungnaígræðslu. „Aðgerðin gekk vel og er Lauda á batavegi,” segir í yfirlýsingu. Austurríkismaðurinn varð heimsmeistari ökumanna árin 1975, 1977 og 1984 og er eini ökumaðurinn í sögunni til að vinna titla bæði með Ferrari og McLaren. Í slagnum um titilinn við James Hunt árið 1976 slasaðist Lauda illa eftir árekstur á Nurburgring brautinni. Niki sat fastur í brennandi Ferrari bíl sínum í um það bil mínútu og sködduðust lungu hans talsvert við að anda að sér brennandi yfirbyggingu bílsins. Það er talin sennileg ástæða fyrir þeim lungnasjúkdómum sem hrjáð hafa kappann síðastliðin ár. Búist er við fullum bata hjá hinum 69 ára gamla Lauda og verður hann því örugglega mættur á þjónustusvæði Mercedes í næstu keppni.
Formúla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira