Hærra verð forsenda þess að spá rætist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Icelandair Group skilaði 2,7 milljarða króna tapi á öðrum fjórðungi ársins. Spá félagsins um hækkandi meðalverð hefur ekki gengið eftir. Fréttablaðið/Pjetur Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Starfsmenn sem ljúga Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir það ekki þýða fyrir stjórnendur Icelandair Group að bíða og vona að flugfargjöld hækki. Sú aðferðafræði hafi gengið sér til húðar. „Þeir virðast vera að reyna að velta við hverjum steini til þess að leita hagræðingar en markaðurinn virðist ekki vera sérstaklega sannfærður um að aðgerðir þeirra dugi til,“ nefnir Sveinn. „Fjárfestar virðast heldur telja að það verði hagstæðar ytri aðstæður, fremur en aðgerðir stjórnendanna, sem muni valda því að afkoman batni.“ Það sé stóri vandinn. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sagðist á afkomufundi í fyrradag reikna með að fargjöld myndu fara upp á við. Olíuverð, sem er næststærsti kostnaðarliður félagsins, hefði enda hækkað um tugi prósenta undanfarið. „Það er mikil umræða um það á meðal stórra félaga sem starfa á Atlantshafinu að meðalfargjöld séu of lág,“ nefndi forstjórinn. Viðmælendur Fréttablaðsins á fjármálamarkaði segja að svo virðist sem hærri fargjöld séu forsenda þess að afkomuspá stjórnenda ferðaþjónustufélagsins fyrir árið rætist.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir merki um að sambandið til skamms tíma á milli verðbreytinga á olíu og flugmiðum sé ekki eins sterkt og áður. Aukin samkeppni komi þar til. Harðari samkeppnismarkaður geri flugfélögum erfiðara fyrir að bregðast hratt við hækkunum á olíuverði. „Það vill væntanlega ekkert flugfélag verða fyrst – á hörðum samkeppnismarkaði – til þess að hækka verð til þess að bregðast við olíuverðshækkunum og missa þannig markaðshlutdeild á meðan önnur félög þreyja þorrann. Þetta var einfaldara mál þegar aðeins tvö flugfélög báru hitann og þungann af farþegaflutningum til og frá landinu.“ Engu að síður segir Jón Bjarki að til lengri tíma sé enn skýr fylgni milli þróunar olíuverðs og fargjalda, eins og hún birtist í vísitölu neysluverðs. Áhrifin séu umtalsverð og komi að jafnaði í gegn á nokkrum mánuðum. Sveinn segir að ef olíuverð haldist áfram hátt sé afar líklegt að flugfargjöld muni á endanum hækka. Hve miklar hækkanirnar verði og hvort þær dugi til þess að bæta afkomu Icelandair Group sé hins vegar annað mál.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Starfsmenn sem ljúga Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Sjá meira