Ólafur Kristjánsson: Eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli Árni Jóhannsson skrifar 2. ágúst 2018 21:57 Ólafur Kristjánsson. vísir/bára Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“. Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Hann var skiljanlega grautfúll hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftri að lið hans féll út úr Evrópukeppni félagsliða fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvort að eplið væri ekki extra súrt að bíta í. „Svipað eins og hjá Adam forðum þá er ekkert sérstakt að bíta í þetta epli. Ég var ánægður með liðið og var ánægður með frammistöðuna og leikinn en það var sekúndu einbeitingarleysi sem skilur á milli í þessu. Svo í þessu einvígi þá falla litlu hlutirnir og vafaatriðin ekki með okkur. Út í Ísrael skora þeir kolólöglegt mark sem er látið standa og hér gerum við tilkall til vítaspyrnu“. „Það sem ég get haft áhrif héðan af línunni, þá voru drengirinr búnir að verjast eins vel og ég gat vonast eftir og því miður þá er ég súr með það að við förum ekki áfram í næstu umferð“. Eins og Ólafur sagði þá vörðust FH-ingar gífurlega vel allan tímann sem þeir voru í jöfnum leik en þegar á þurfti að halda var eins og þreytan væri byrjuð að setjast í menn. „Það má kannski segja að þeir voru farnir að herja mikið á okkur vinstra megin og við vissum að nr. 14 [Gil Vermouth] væri klókur og góður í þessu svæði. Við vorum búnir að loka á þetta svæði allan leikinn en það sem við gátum ekki gert í seinni hálfleik var að komast út úr pressunni og færa boltann upp í skyndisóknir. Ég var samt tiltölulega rólegur því að þeir áttu í raun og veru engin færi. Því skilur á milli eins og við töluðum um fyrir leikinn að við þyrftum að halda fókus allan tímann“. Því næst var Ólafur beðinn um að leggja mat á dómgæsluna í kvöld en Hvít-rússneski dómarinn átti afar undarlega frammistöðu. „Hann var bara lélegur. Það er ekkert hægt að segja neitt annað um það. Hann var bara mjög slakur í dag, því miður þá var hann ekki starfi sínu vaxinn í þessum leik“. Þjálfarar liðanna áttu í orðaskaki undir lok leiks og eftir leik en það var mikill hiti í mönnum, sem var skiljanlegt, enda mikið undir. „Hann var ókurteis ekkert öðruvísi. Tekur hvorki í höndina á mönnum eða hagar sér eins og þjálfarar eiga að haga sér á hliðarlínunni. Það er ágætt bara að geyma hann þarna í Ísrael“.
Íslenski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira