Forseti GSÍ segir sambandið fara eftir reglum um bann við áfengisauglýsingum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 13:17 Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Vísir/Stefán Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess. Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Forseti Golfssambands Íslands segir sambandið fara að reglum um bann við áfengisauglýsingum. Ef einhver haldi öðru fram verði tekin afstaða til þess. Formaður Foreldrasamtaka um áfengisauglýsingar telur sambandið hafa árum saman þverbrotið bannið. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum sagðist afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss í fréttum okkar um liðna helgi þar sem áfengi væri auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem er haldið þann 4. ágúst. Þá væri Golfsambandið búið að brjóta bannið í áravís með áfengisauglýsingum í tímaritinu Golf á Íslandi. Sambandið tæki ábendingum um þetta fálega. Hann furðaði sig á því þar sem íþróttastarf í landinu væri barna-og ungmennastarf og það ætti að vera ómögulegt að vera í auglýsingamennsku fyrir áfengisbransann á sama tíma og verið væri að þiggja greiðslur frá hinu opinbera til uppeldisstarfs. Þegar tölublöð tímaritsins Golf á Íslandi er flett er algengt að sjá eina auglýsingu þar sem ákveðinn tegund bjórs er auglýst með slagorðinu Okkar bjór. Í smáaletri kemur fram að þetta sé drykkur uppá 2,25 prósent. Þá er hægt að sjá nýlega auglýsingu um Stella Artois-mótið með mynd af drykknum en þátttakendum er lofað léttum veitingum og bjórnum. Í reglugerð um bann við áfengisauglýsingum kemur meðal annars fram að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Með auglýsingu er í reglugerð þessari átt við hvers konar tilkynningar til almennings þar sem sýndar eru í máli eða myndum, áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, áfengisvöruheiti eða auðkenni. Fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hjá ritstjóra Golfs á Íslandi , framkvæmdastjóra Golfssambands Íslands, og forseta sambandsins vegna málsins. Tveir hinna síðastnefndu höfðu ekki orðið varir við þessa gagnrýni og voru ekki til í viðtal. Haukur Örn Birgisson forseti sambandsins sagði að það eina sem hann hefði um málið að segja væri að forsvarsmenn sambandsins teldu að sjálfsögðu að þeir væru að fara að reglum. Ef ábendingar um annað kæmu fram yrði tekin afstaða til þess.
Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Golfsambandið þverbrýtur bann við áfengisauglýsingum Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum er afar ósáttur við nýja auglýsingu frá Golfklúbbi Selfoss þar sem áfengi er auglýst meðal helstu verðlauna í Egils Gull mótinu sem verður haldið þann 4. ágúst. 28. júlí 2018 12:21