Verður Reykjanesbær fjórða stærsta sveitarfélagið fyrir árslok? Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 20:00 Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir mikla íbúafjölgun á svæðinu á undanförnum misserum hafa orðið til þess að bæjaryfirvöld þurfi að keppast við að halda í við uppbyggingu leik- og grunnskóla og annarrar þjónustu. Hann spáir því að sveitarfélagið verði orðið það fjórða stærsta undir lok árs. Ekki er langt síðan Suðurnes voru umfjöllunarefni fjölmiðla eftir brotthvarf Varnarliðsins 2006 og afleiðinga efnahagshrunsins en atvinnuleysi á svæðinu var á tímabili meira en 15%. Algjör viðsnúningur hefur orðið á svæðinu. Íbúafjölgun hefur verið gríðarleg í Reykjanesbæ, sérstaklega frá árinu 2015. Árið 2008 bjuggu tæplega sex hundruð íbúar á Ásbrú en voru komnir yfir tvö þúsund í fyrra.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í ReykjanesbæVísir/Einar„Það sem veldur er mikil eftirspurn eftir vinnuafli í tengslum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík. Framan af var þetta vegna þess að hér var mikið framboð af lausu húsnæði sem fékkst á góðu verði í samanburði við höfuðborgarsvæðið. Nú er það allt uppurið,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Á síðasta áru voru íbúar á Suðurnesjum um 25.000 og hafði þá fjölgað um fjögur þúsund frá árinu 2011. Mest hefur fjölgunin verið í Rekjanesbæ eða um 8% á ári tvö síðustu ár, og var íbúafjöldinn um 17.300 í fyrra. Nú er fjöldinn kominn yfir 18.500 og stöðug eftirspurn er eftir vinnuafli á svæðinu. „Núna vantar alls staðar fólk og þetta er allt annað umhverfi sem við erum í. Nú erum við að keppast við að halda í við uppbyggingu á ýmsum stöðum, leik- og grunnskólum, gatnakerfi og nýjum hverfum á meðan að við úthlutuðum ekki einni einustu lóð 2009, 2010 og 2011," segir Kjartan. Nýr leikskóli var tekinn í notkun á Ásbú í síðustu viku og hefur nemendafjöldinn aldrei verið meiri eða 70 börn og nokkur á biðlista. Starfandi leikskólastjóri segir mun meiri stöðugleika í bæjarfélaginu en áður og það sjáist best á innviðunum.Katrín lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási á ÁsbrúVísir/Stöð 2„Þegar ég kom hingað fyrst þá voru börn kannski í leikskólanum í ein mánuð og svo voru þau farin núna er þetta meira að börnin séu að koma,“ segir Katrín Lilja Hraunfjörð, starfandi leikskólastjóri í Skógarási. Kjartan segir bæjaryfirvöld keppast við að halda innviðum bæjarfélagsins uppi í takt við þessa öru þróun en að best væri ef fjölgunin hefði verið aðeins jafnari. „Reykjanesbær er og hefur verið mjög lengi fimmta stærsta sveitarfélag landsins á eftir Akureyri en það er mjög stutt í það að, með sama áframhaldi, að við verðum orðin fjórða stærsta sveitarfélag landsins og ég myndi spá því fyrir árslok,“ segir Kjartan.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira