Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. ágúst 2018 08:30 Fjarreikistjarnan Proxima b er á sporbraut um stjörnuna Proxima, sem er næsti nágranni okkar í alheiminum. Reikistjarnan er talin vera grýtt. NordicPhotos/Getty Vatn er að öllum líkindum afar stór hluti af náttúru fjarreikistjarna – reikistjarna utan okkar sólkerfis – sem eru tvisvar til fjórum sinnum stærri en Jörðin. Jarðefnafræðingar sem rýnt hafa í stærð og massa tæplega fjögur þúsund staðfestra og grunaðra fjarreikistjarna kynntu niðurstöður sínar á Goldsmith-ráðstefnunni í Boston í gærkvöldi. Fyrstu fjarreikistjörnurnar fundust árið 1992. Þær voru á sveimi í kringum tifstjörnu í 2.300 ljósárafjarlægð frá Jörðu, í stjörnumerki Meyjunnar. Síðan þá hafa vísindamenn freistað að varpa ljósi á eðli og náttúru þessara reikistjarna svo hægt sé að meta lífvænleika þeirra. Vísindamenn við Harvard-háskóla rýndu í gögn frá Kepler-geimsjónaukanum og stjarnmælingageimfarinu Gaia og báru saman radíus fjarreikistjarna og áætlaðan massa þeirra. Fyrri niðurstöður gefa sterklega til kynna að flestar fjarreikistjörnur falla í tvo flokka, annars vegar reikistjörnur sem er í kringum 1,5 sinnum stærri en Jörðin, og hins vegar reikistjörnur sem eru 2,5 sinnum stærri en Jörðin. Vísindamennirnir hafa nú kynnt líkan sem útskýrir tengsl massa fjarreikistjarna og radíuss þeirra. Líkanið gefur til kynna að fjarreikistjörnur sem eru 1,5 stærri en Jörðin séu yfirleitt grýttar og í kringum 5 sinnum massameiri en Jörðin. Aftur á móti eru stærri fjarreikistjörnurnar, þær sem eru 2,5 stærri en Jörðin og 10 sinnum massameiri, að öllum líkindum vatnaveraldir. „Þetta er vatn, en ekki vatn sem er jafn auðfundið og hér á Jörðinni,“ segir Li Zeng hjá Harvard-háskóla. „Yfirborð þessara fjarreikistjarna er í kringum 200 til 500 gráða heitt. Þannig gæti yfirborðið verið þakið lofthjúpi sem samanstendur fyrst og fremst af vatnsgufu, á meðan vatn í fljótandi formi er að finna í jarðlögum.“ Zeng segir að í kringum 35 prósent þeirra fjarreikistjarna sem eru stærri en Jörðin séu líklega ríkar af vatni. „Þessar tilteknu reikistjörnur mynduðust líklega með svipuðum hætti og kjarnar stærstu reikistjarna í okkar sólkerfi. TESS-geimsjónaukinn, sem nýlega var skotið á loft, mun finna mun fleiri slíkar fjarreikistjörnur. Næsta kynslóð geimsjónauka, James Webb-geimsjónaukinn nánar tiltekið, mun síðan vonandi geta greint lofthjúp þeirra,“ sagði Zeng. „Þetta eru spennandi tímar fyrir þá sem hafa áhuga á fjarlægum veröldum.“kjartanh@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Vatn er að öllum líkindum afar stór hluti af náttúru fjarreikistjarna – reikistjarna utan okkar sólkerfis – sem eru tvisvar til fjórum sinnum stærri en Jörðin. Jarðefnafræðingar sem rýnt hafa í stærð og massa tæplega fjögur þúsund staðfestra og grunaðra fjarreikistjarna kynntu niðurstöður sínar á Goldsmith-ráðstefnunni í Boston í gærkvöldi. Fyrstu fjarreikistjörnurnar fundust árið 1992. Þær voru á sveimi í kringum tifstjörnu í 2.300 ljósárafjarlægð frá Jörðu, í stjörnumerki Meyjunnar. Síðan þá hafa vísindamenn freistað að varpa ljósi á eðli og náttúru þessara reikistjarna svo hægt sé að meta lífvænleika þeirra. Vísindamenn við Harvard-háskóla rýndu í gögn frá Kepler-geimsjónaukanum og stjarnmælingageimfarinu Gaia og báru saman radíus fjarreikistjarna og áætlaðan massa þeirra. Fyrri niðurstöður gefa sterklega til kynna að flestar fjarreikistjörnur falla í tvo flokka, annars vegar reikistjörnur sem er í kringum 1,5 sinnum stærri en Jörðin, og hins vegar reikistjörnur sem eru 2,5 sinnum stærri en Jörðin. Vísindamennirnir hafa nú kynnt líkan sem útskýrir tengsl massa fjarreikistjarna og radíuss þeirra. Líkanið gefur til kynna að fjarreikistjörnur sem eru 1,5 stærri en Jörðin séu yfirleitt grýttar og í kringum 5 sinnum massameiri en Jörðin. Aftur á móti eru stærri fjarreikistjörnurnar, þær sem eru 2,5 stærri en Jörðin og 10 sinnum massameiri, að öllum líkindum vatnaveraldir. „Þetta er vatn, en ekki vatn sem er jafn auðfundið og hér á Jörðinni,“ segir Li Zeng hjá Harvard-háskóla. „Yfirborð þessara fjarreikistjarna er í kringum 200 til 500 gráða heitt. Þannig gæti yfirborðið verið þakið lofthjúpi sem samanstendur fyrst og fremst af vatnsgufu, á meðan vatn í fljótandi formi er að finna í jarðlögum.“ Zeng segir að í kringum 35 prósent þeirra fjarreikistjarna sem eru stærri en Jörðin séu líklega ríkar af vatni. „Þessar tilteknu reikistjörnur mynduðust líklega með svipuðum hætti og kjarnar stærstu reikistjarna í okkar sólkerfi. TESS-geimsjónaukinn, sem nýlega var skotið á loft, mun finna mun fleiri slíkar fjarreikistjörnur. Næsta kynslóð geimsjónauka, James Webb-geimsjónaukinn nánar tiltekið, mun síðan vonandi geta greint lofthjúp þeirra,“ sagði Zeng. „Þetta eru spennandi tímar fyrir þá sem hafa áhuga á fjarlægum veröldum.“kjartanh@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15