„Lífið gengur fyrir“ Brynhildur Björnsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 11:30 Birgir Örn starfar í dag sem sálfræðingur og handritshöfundur en hann skrifaði meðal annars handritin að kvikmyndunum Vonarstræti og Lof mér að falla með Baldvini Z en Lof mér að falla verður frumsýnd í haust. MYND/ÞÓRSTEINN „Bjarki var aðalmaðurinn í fyrstu hljómsveitinni sem ég var í. Hún hét Elsku Unnur, eftir stelpu sem vann í sjoppu í Seljahverfinu,“ segir Birgir um söfnunartónleikana sem haldnir eru í til minningar um Bjarka Friðriksson. „Ég flæktist inn í hljómsveitina gegnum bróður minn, var langyngstur en fékk að vera með af því að það vantaði hljómborðsleikara. Bjarki var söngvarinn og þegar hann keypti sér Hammond fékk ég að spila á hann. Svo þegar þessi hljómsveit hætti fór hann að spila sjálfur á Hammondinn og hélt því áfram í öðrum verkefnum. Ég leit mikið upp til Bjarka, hann var mjög góður við mig og við urðum næstum eins og bræður.“ Bjarki lést aðeins nítján ára úr heilahimnubólgu. „Hann hafði verið slappur í nokkra daga en sagði engum frá og ætlaði ekki að láta smá kvef hindra sig í að spila á tónleikum um kvöldið. Svo varð hann bráðkvaddur þegar hann var að taka sig til fyrir tónleikana.“ Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum sem hafa það að markmiði að safna fyrir Hammond-orgeli sem geymt verður í Hörpu. „Maus ætlar að koma saman og taka nokkur lög og svo er ég búinn að hóa saman strákunum í Elsku Unni og við ætlum að spila fyrsta lagið sem ég samdi fyrir hljómsveit. Þar er þrettán ára Birgir Örn Steinarsson að predika hvað fíkniefni séu slæm, skemmtilega saklaus og fyndinn. Bjarki söng lagið á sínum tíma.“Asnaðist í sálfræði Birgir lauk námi til starfsréttinda í sálfræði í vor. „Ég asnaðist í sálfræði á þeim tímapunkti sem ég vissi ekkert hvað ég vildi gera við líf mitt og ákvað að mennta mig eitthvað meðfram blaðamennskunni og tónlistinni. Þegar ég byrjaði var ég með þeim eldri í þrjú hundruð manna bekk og fannst ég gamall og vitlaus en svo byrjaði mér að ganga vel og einn kennarinn nefndi við mig hvort ég ætlaði í réttindanámið. Mér hafði satt að segja ekki dottið það í hug en sótti um og var í tuttugu manna hópi sem komst inn. Ég hef verið að vinna á heilsustofnuninni í Hveragerði í sumar og einnig á Sálfræðiráðgjöfinni á Lækjartorgi. Ég hef mikið verið að vinna með lágt sjálfsmat og kvíða og svo hef ég verið að vinna með listamönnum, bæði hópum og einstaklingum með ritstíflur en ég lærði að leysa sköpunarflæðið úr læðingi í Danmörku. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt því það blandar öllu saman, bæði listinni og sálfræðinni.“Lof mér að falla Þó að Birgir sé þekktastur undir nafni hljómsveitar sinnar Maus þá hafa skriftirnar ekki síður verið mikilvægur þáttur í lífi hans. „Skriftirnar hafa verið aðaltekjulind mín frá því ég var tvítugur, bæði sem blaðamaður og textahöfundur með Maus auk þess sem ég hef alltaf verið að skrifa sögur.“ Undanfarin ár hefur hann getið sér gott orð sem handritshöfundur í samstarfi við Baldvin Z og saman skrifuðu þeir handritið að verðlaunamyndinni Vonarstræti og Lof mér að falla sem verður frumsýnd í haust. „Ég hitti Badda gegnum konuna mína þegar þau hjónin buðu okkur í mat. Ég var að pæla í kvikmyndahandritum á þessum tíma en við fórum samt gegnum heilt matarboð án þess að minnast einu orði á neitt þessu tengt. Svo þegar við erum að fara þá segi ég við Badda: Heyrðu, áttu nokkuð bækur um það hvernig á að skrifa kvikmyndahandrit? Og hann nær í bók og lánar mér og ég fer með hana heim og les hana. Svo hringir hann í mig þremur vikum seinna og spyr: Manstu, bókin sem ég lánaði þér, ertu búinn með hana? Og ég fæ alveg í magann yfir því að vera ekki búinn að skila bókinni og segi: Já, fyrirgefðu ég skal koma henni til þín, og hann segir: Nei, nei, skítt með bókina, þú mátt eiga hana. Þú þarft að skrifa með mér handrit.“ Þarna var Baldvin kominn með hugmynd að persónunum í Vonarstræti en vantaði söguna. „Og hvernig hann ætti að tengja þetta allt saman. Ég hjálpaði honum með það og áður en ég vissi af vorum við farnir að skrifa saman.“Óraunverulegur veruleiki Lof mér að falla er saga um heim eiturlyfjaneytenda á Íslandi og margir bíða myndarinnar með eftirvæntingu. „Jóhannes Kr. Kristjánsson var okkur innan handar en hann hafði þá nýverið unnið Kastljóss þátt með viðtölum við krakka sem voru að sprauta sig. Jóhannes missti dóttur sína inn í þennan heim svo málið stendur honum mjög nærri,“ segir Birgir. „Í raun var það hans hugmynd að gera bíómynd því að hún myndi hafa meiri áhrif á krakkana en fréttaþáttur. Hann kynnti okkur fyrir stelpum sem voru í neyslu og við tókum viðtöl við þær meðan þær voru að sprauta sig. Þetta eru ótrúlega klárar og útsjónarsamar stelpur sem beita ólíklegustu brögðum til að ná sér í peninga þannig að okkur fannst stundum að það þyrfti snilligáfu til.“ Birgir segir að raunveruleiki fíkniheimsins á Íslandi sé mjög óraunverulegur þeim sem standa fyrir utan. „Þetta er kannski að gerast í íbúðinni við hliðina á þér og þú hefur ekki hugmynd. Krakkarnir opnuðu sig alveg, sýndu okkur boðleiðirnar og hvernig þau nota samfélagsmiðla til að verða sér úti um efnin. Og sölumennirnir eru ekki endilega þessir stóru sterku handrukkarar sem við höfum séð í bíó heldur húsmæður á fimmtugsaldri sem fá aukapening með því að selja rítalín eða aukaskammtana af parkódín forte. „Hann segir handritaskrifin hafa tekið þrjú ár. „Við fylgdumst með krökkunum, sumum hætta, öðrum falla og sumum deyja og úr sögunum þeirra saumuðum við þetta handrit sem er 95% samansett úr raunverulegum atburðum úr lífi mismunandi fólks. Ég er mjög stoltur af þessari mynd.“Er þetta ekki Biggi? Birgir var í sálfræðináminu þegar rannsóknarvinnan stóð yfir. „Þetta var eins og að taka aukakúrs í náminu, ég fór að sjá ákveðin mynstur og ég hef tekið þau með mér áfram. Við reyndum að nálgast þetta með forvitni mannfræðingsins, reyndum að skilja án þess að verða fyrir of miklum áhrifum tilfinningalega. En það gekk ekkert alltaf. Einn strákur sem mér fannst líta út fyrir að vera sjötugur horfði á mig meðan hann var að útbúa sprautuna og segir: er þetta ekki Biggi? Og þá var þetta einn aðaltöffarinn þegar ég var unglingur, sá sem mætti á fína bílnum sínum og stelpunum fannst flottastur af öllum og það var rosalegt sjokk að komast að því að þetta var hann. Um leið og ég þekkti manneskjuna var það miklu djúpstæðara og ég var eftir mig eftir það viðtal.“Fræða ekki hræða Frá sjónarhorni sálfræðingsins, en ekki síður föðurins Birgis Arnar, spruttu upp ýmsar vangaveltur á meðan rannsóknarvinnan var unnin fyrir Lof mér að falla. „Mér finnst fyrst og fremst að við ættum að taka orðið eiturlyf og sturta því niður í klósettið og nota í staðinn orðið fíkniefni. Og fræða krakka í staðinn fyrir að hræða þau, segja þeim hvernig þetta er, hver munurinn er á því að drekka eitthvað, reykja eitthvað, snorta eitthvað eða sprauta sig með því. Við höfum bara eitt orð, EITURLYF, og krakkarnir eru frædd frá tíu ára aldri um að eiturlyf geti drepið! En svo eru þau kannski niðri í bæ og einhver er að reykja jónu, þau fá sér tvo smóka og eru þar með búin að taka EITURLYF og ekkert slæmt gerðist nema þeim leið vel! Og þá hætta þau að taka mark á öllum aðvörununum,“ segir hann. „Við sáum að þessum krökkum var hætt við að fara í neyslu, þau prófa kannski jónu á þriðjudegi og eru búin að sprauta sig með rítalíni tveimur vikum seinna því þetta er hvort tveggja eiturlyf og þau vita ekkert um mismunandi alvarleika þeirra og hver munurinn er.“ Birgir talar einnig um hin sorglegu dauðsföll sem hafa ratað í fréttirnar að undanförnu og hefur sínar kenningar um þau. „Krakkar fara í partí með öðrum krökkum sem hafa kannski verið í neyslu í einhvern tíma og það er útbúinn sami skammtur handa öllum, óháð því hvort þau eru búin að mynda þol eða ekki. Þetta eru oft bara slys. Það er enginn að mæla með kannabisreykingum unglinga en það verður að gera greinarmun á því hversu hættuleg efnin eru.“Lífið gengur fyrir Birgir Örn veit af eigin reynslu hversu erfitt er þegar ungt fólk deyr, þó að Bjarki vinur hans hafi eins og áður sagði látist úr skyndilegum veikindum en ekki neyslu. Hann hlakkar til að heiðra minningu vinar síns á tónleikunum Hammond í Hörpu sem standa fyrir dyrum 26. ágúst. „Það er fyndið í þessu samhengi að hugsa um þrettán ára Bigga að semja forvarnartexta fyrir hljómsveitina sína. Og svo gerist það akkúrat núna um sama leyti og Lof mér að falla verður frumsýnd. Lagið heitir Lífið gengur fyrir og það er líka svo satt í öllu þessu samhengi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
„Bjarki var aðalmaðurinn í fyrstu hljómsveitinni sem ég var í. Hún hét Elsku Unnur, eftir stelpu sem vann í sjoppu í Seljahverfinu,“ segir Birgir um söfnunartónleikana sem haldnir eru í til minningar um Bjarka Friðriksson. „Ég flæktist inn í hljómsveitina gegnum bróður minn, var langyngstur en fékk að vera með af því að það vantaði hljómborðsleikara. Bjarki var söngvarinn og þegar hann keypti sér Hammond fékk ég að spila á hann. Svo þegar þessi hljómsveit hætti fór hann að spila sjálfur á Hammondinn og hélt því áfram í öðrum verkefnum. Ég leit mikið upp til Bjarka, hann var mjög góður við mig og við urðum næstum eins og bræður.“ Bjarki lést aðeins nítján ára úr heilahimnubólgu. „Hann hafði verið slappur í nokkra daga en sagði engum frá og ætlaði ekki að láta smá kvef hindra sig í að spila á tónleikum um kvöldið. Svo varð hann bráðkvaddur þegar hann var að taka sig til fyrir tónleikana.“ Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á tónleikunum sem hafa það að markmiði að safna fyrir Hammond-orgeli sem geymt verður í Hörpu. „Maus ætlar að koma saman og taka nokkur lög og svo er ég búinn að hóa saman strákunum í Elsku Unni og við ætlum að spila fyrsta lagið sem ég samdi fyrir hljómsveit. Þar er þrettán ára Birgir Örn Steinarsson að predika hvað fíkniefni séu slæm, skemmtilega saklaus og fyndinn. Bjarki söng lagið á sínum tíma.“Asnaðist í sálfræði Birgir lauk námi til starfsréttinda í sálfræði í vor. „Ég asnaðist í sálfræði á þeim tímapunkti sem ég vissi ekkert hvað ég vildi gera við líf mitt og ákvað að mennta mig eitthvað meðfram blaðamennskunni og tónlistinni. Þegar ég byrjaði var ég með þeim eldri í þrjú hundruð manna bekk og fannst ég gamall og vitlaus en svo byrjaði mér að ganga vel og einn kennarinn nefndi við mig hvort ég ætlaði í réttindanámið. Mér hafði satt að segja ekki dottið það í hug en sótti um og var í tuttugu manna hópi sem komst inn. Ég hef verið að vinna á heilsustofnuninni í Hveragerði í sumar og einnig á Sálfræðiráðgjöfinni á Lækjartorgi. Ég hef mikið verið að vinna með lágt sjálfsmat og kvíða og svo hef ég verið að vinna með listamönnum, bæði hópum og einstaklingum með ritstíflur en ég lærði að leysa sköpunarflæðið úr læðingi í Danmörku. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt því það blandar öllu saman, bæði listinni og sálfræðinni.“Lof mér að falla Þó að Birgir sé þekktastur undir nafni hljómsveitar sinnar Maus þá hafa skriftirnar ekki síður verið mikilvægur þáttur í lífi hans. „Skriftirnar hafa verið aðaltekjulind mín frá því ég var tvítugur, bæði sem blaðamaður og textahöfundur með Maus auk þess sem ég hef alltaf verið að skrifa sögur.“ Undanfarin ár hefur hann getið sér gott orð sem handritshöfundur í samstarfi við Baldvin Z og saman skrifuðu þeir handritið að verðlaunamyndinni Vonarstræti og Lof mér að falla sem verður frumsýnd í haust. „Ég hitti Badda gegnum konuna mína þegar þau hjónin buðu okkur í mat. Ég var að pæla í kvikmyndahandritum á þessum tíma en við fórum samt gegnum heilt matarboð án þess að minnast einu orði á neitt þessu tengt. Svo þegar við erum að fara þá segi ég við Badda: Heyrðu, áttu nokkuð bækur um það hvernig á að skrifa kvikmyndahandrit? Og hann nær í bók og lánar mér og ég fer með hana heim og les hana. Svo hringir hann í mig þremur vikum seinna og spyr: Manstu, bókin sem ég lánaði þér, ertu búinn með hana? Og ég fæ alveg í magann yfir því að vera ekki búinn að skila bókinni og segi: Já, fyrirgefðu ég skal koma henni til þín, og hann segir: Nei, nei, skítt með bókina, þú mátt eiga hana. Þú þarft að skrifa með mér handrit.“ Þarna var Baldvin kominn með hugmynd að persónunum í Vonarstræti en vantaði söguna. „Og hvernig hann ætti að tengja þetta allt saman. Ég hjálpaði honum með það og áður en ég vissi af vorum við farnir að skrifa saman.“Óraunverulegur veruleiki Lof mér að falla er saga um heim eiturlyfjaneytenda á Íslandi og margir bíða myndarinnar með eftirvæntingu. „Jóhannes Kr. Kristjánsson var okkur innan handar en hann hafði þá nýverið unnið Kastljóss þátt með viðtölum við krakka sem voru að sprauta sig. Jóhannes missti dóttur sína inn í þennan heim svo málið stendur honum mjög nærri,“ segir Birgir. „Í raun var það hans hugmynd að gera bíómynd því að hún myndi hafa meiri áhrif á krakkana en fréttaþáttur. Hann kynnti okkur fyrir stelpum sem voru í neyslu og við tókum viðtöl við þær meðan þær voru að sprauta sig. Þetta eru ótrúlega klárar og útsjónarsamar stelpur sem beita ólíklegustu brögðum til að ná sér í peninga þannig að okkur fannst stundum að það þyrfti snilligáfu til.“ Birgir segir að raunveruleiki fíkniheimsins á Íslandi sé mjög óraunverulegur þeim sem standa fyrir utan. „Þetta er kannski að gerast í íbúðinni við hliðina á þér og þú hefur ekki hugmynd. Krakkarnir opnuðu sig alveg, sýndu okkur boðleiðirnar og hvernig þau nota samfélagsmiðla til að verða sér úti um efnin. Og sölumennirnir eru ekki endilega þessir stóru sterku handrukkarar sem við höfum séð í bíó heldur húsmæður á fimmtugsaldri sem fá aukapening með því að selja rítalín eða aukaskammtana af parkódín forte. „Hann segir handritaskrifin hafa tekið þrjú ár. „Við fylgdumst með krökkunum, sumum hætta, öðrum falla og sumum deyja og úr sögunum þeirra saumuðum við þetta handrit sem er 95% samansett úr raunverulegum atburðum úr lífi mismunandi fólks. Ég er mjög stoltur af þessari mynd.“Er þetta ekki Biggi? Birgir var í sálfræðináminu þegar rannsóknarvinnan stóð yfir. „Þetta var eins og að taka aukakúrs í náminu, ég fór að sjá ákveðin mynstur og ég hef tekið þau með mér áfram. Við reyndum að nálgast þetta með forvitni mannfræðingsins, reyndum að skilja án þess að verða fyrir of miklum áhrifum tilfinningalega. En það gekk ekkert alltaf. Einn strákur sem mér fannst líta út fyrir að vera sjötugur horfði á mig meðan hann var að útbúa sprautuna og segir: er þetta ekki Biggi? Og þá var þetta einn aðaltöffarinn þegar ég var unglingur, sá sem mætti á fína bílnum sínum og stelpunum fannst flottastur af öllum og það var rosalegt sjokk að komast að því að þetta var hann. Um leið og ég þekkti manneskjuna var það miklu djúpstæðara og ég var eftir mig eftir það viðtal.“Fræða ekki hræða Frá sjónarhorni sálfræðingsins, en ekki síður föðurins Birgis Arnar, spruttu upp ýmsar vangaveltur á meðan rannsóknarvinnan var unnin fyrir Lof mér að falla. „Mér finnst fyrst og fremst að við ættum að taka orðið eiturlyf og sturta því niður í klósettið og nota í staðinn orðið fíkniefni. Og fræða krakka í staðinn fyrir að hræða þau, segja þeim hvernig þetta er, hver munurinn er á því að drekka eitthvað, reykja eitthvað, snorta eitthvað eða sprauta sig með því. Við höfum bara eitt orð, EITURLYF, og krakkarnir eru frædd frá tíu ára aldri um að eiturlyf geti drepið! En svo eru þau kannski niðri í bæ og einhver er að reykja jónu, þau fá sér tvo smóka og eru þar með búin að taka EITURLYF og ekkert slæmt gerðist nema þeim leið vel! Og þá hætta þau að taka mark á öllum aðvörununum,“ segir hann. „Við sáum að þessum krökkum var hætt við að fara í neyslu, þau prófa kannski jónu á þriðjudegi og eru búin að sprauta sig með rítalíni tveimur vikum seinna því þetta er hvort tveggja eiturlyf og þau vita ekkert um mismunandi alvarleika þeirra og hver munurinn er.“ Birgir talar einnig um hin sorglegu dauðsföll sem hafa ratað í fréttirnar að undanförnu og hefur sínar kenningar um þau. „Krakkar fara í partí með öðrum krökkum sem hafa kannski verið í neyslu í einhvern tíma og það er útbúinn sami skammtur handa öllum, óháð því hvort þau eru búin að mynda þol eða ekki. Þetta eru oft bara slys. Það er enginn að mæla með kannabisreykingum unglinga en það verður að gera greinarmun á því hversu hættuleg efnin eru.“Lífið gengur fyrir Birgir Örn veit af eigin reynslu hversu erfitt er þegar ungt fólk deyr, þó að Bjarki vinur hans hafi eins og áður sagði látist úr skyndilegum veikindum en ekki neyslu. Hann hlakkar til að heiðra minningu vinar síns á tónleikunum Hammond í Hörpu sem standa fyrir dyrum 26. ágúst. „Það er fyndið í þessu samhengi að hugsa um þrettán ára Bigga að semja forvarnartexta fyrir hljómsveitina sína. Og svo gerist það akkúrat núna um sama leyti og Lof mér að falla verður frumsýnd. Lagið heitir Lífið gengur fyrir og það er líka svo satt í öllu þessu samhengi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira