Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2025 08:50 Mugison er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison segir fátt verra fyrir listamenn en að verða góðir með sig og byrja að taka sig hátíðlega. Mugison, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist innilega þakklátur fyrir að vinna við það sem hann elskar að gera og segir að lykillinn að því hafi verið að læra aftur að finna leikinn og gleðina og hætta að taka hlutina alvarlega. „Maður byrjar fyrst og þá er þetta allt leikur og skemmtilegt. Maður er ungur og sér bara möguleika í öllu. En svo þegar ytri athygli byrjar að koma til manns geta hlutirnir breyst hratt. Ég man fyrst þegar ég var byrjaður að túra um allt, fara til Japan og fleiri staða og kominn djúpt inn í raftónlistarsenuna, hvað þetta varð allt skemmtilegt. En svo var ég búinn að vinna slatta af verðlaunum, ekki orðinn þrítugur og fólk farið að stoppa mann og segja: „Blessaður meistari“ og eitthvað í þeim dúr. Það fór að kitla egóið og ég fór að taka sjálfan mig alvarlega og halda að ég væri orðinn merkilegur. Maður fyllist þeirri hugmynd að maður sé orðinn eitthvað og það drepur alla sköpun og gerir hlutina bara leiðinlega. Það kom tímabil þar sem þetta var ekki leikur lengur og ég var orðinn upptekinn af því að ég yrði að gera eitthvað rosalegt lag næst. Það var orðin byrði og þetta var allt orðið mjög alvarlegt og mikil togstreita. Það var ekki fyrr en ég fattaði aftur að ég ætti að leika mér sem hlutirnir fóru að vinna með mér. Ein besta mantra sem ég hef átt er að ákveða stundum að gera lélegt lag eða grínlag bara til þess að taka alla pressu í burtu. Þetta þarf að vera leikur.“ Naut ávaxta af því að taka sig ekki of hátíðlega Mugison átti heldur betur eftir að njóta ávaxtanna af því að hætta að taka sig hátíðlega. Platan Haglél sem kom út árið 2011 naut gríðarlegra vinsælda og seldist í yfir 30 þúsund eintökum sem var besta sala íslenskrar plötu í áratugi. „Ég hafði fram til ársins 2010 verið mest á túrum erlendis, en ákvað svo að gefa mér möguleika á að eiga tækifæri á að taka hring hérna heima annað slagið. En svo sló platan bara svo rosalega í gegn að ég hætti eiginlega bara að fara til útlanda og var bara heima eftir það.” Fjárfesti í fartölvu og hljóðkorti Það varð stór breyting í lífi Mugisons eftir að hann sá viðtal við Björk í þættinum Rokkland þar sem hún spáði því að í framtíðinni yrði öll músík gerð á „laptop“. Árið 2003 notaði Mugison allt námslánið sitt til að fjárfesta í fartölvu og hljóðkorti, sem síðar varð til þess að platan Lonely Mountain varð til. „Ég fékk borgað frá LÍN og það fór allt í hljóðkortið, svo að ég þurfti næsta hálfa árið að fara á milli sófa hjá bekkjarfélögum til að eiga stað til að sofa á. Ég tók upp fyrstu plötuna á þessum tíma, bara þar sem ég var hverju sinni, Oftast á einhverjum sófa. Það var svo upp frá þessu sem ég fór til Ísafjarðar. Ég var alltaf á nýjum stað þegar pabbi heyrði í mér og hann hélt að ég væri í algjöru rugli. Þannig að hann splæsti í flugmiða fyrir mig heim og alla leið vestur af því að hann var nýfluttur þangað. Þá fannst mér ég eiginlega að vera að koma þangað í fyrsta sinn. Ég ætlaði bara að vera þar í tvo mánuði að klára lokaritgerðina mína, en svo kynntist ég Rúnu eiginkonu minni og þessir tveir mánuðir urðu að tuttugu árum. En það er sem sagt logið upp á Ísfirðinga að ég sé þaðan. Ég er í dag stoltur Ísfirðingur, en er samt aðkomumaður,” segir Mugison. Gera upp sumarbústaðaland í Mosó Hann er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Hann kann vel við sig aðeins fyrir utan Reykjavík og segir tímann á Vestfjörðum hafa verið yndislegan. „Við vorum mjög lengi á Súðavík, þar sem búa 120 manns og það eru alltaf allir til í spjallið og það er miklu hægara yfir öllu. Hver bær hefur sitt tempó, en ég fann það þegar við fluttum til Reykjavíkur við hjónin árið 2011 hvað hraðinn var mikill. Að koma í borgina með tvo krakka og búa í Vesturbænum og vera að skutla á sitt hvorn staðinn krökkunum, konan í vinnu og ég í skóla. Maður var orðinn eins og maður væri sendill í vinnu hjá sjálfum sér. Það bjó til togstreitu og meiri keyrslu og aðeins of marga kaffibolla. Við ákváðum fljótlega að fara aftur vestur, af því að þar eru ákveðin lífsgæði sem þú finnur ekki í borginni. Húsið aldrei læst, börnin geta bara gengið á milli húsa og allt annað flæði í gangi. Þú ert laus við taugaáfallið við að vera að skutla á næstu fótboltaæfingu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mugison og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ísafjarðarbær Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira
Mugison, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist innilega þakklátur fyrir að vinna við það sem hann elskar að gera og segir að lykillinn að því hafi verið að læra aftur að finna leikinn og gleðina og hætta að taka hlutina alvarlega. „Maður byrjar fyrst og þá er þetta allt leikur og skemmtilegt. Maður er ungur og sér bara möguleika í öllu. En svo þegar ytri athygli byrjar að koma til manns geta hlutirnir breyst hratt. Ég man fyrst þegar ég var byrjaður að túra um allt, fara til Japan og fleiri staða og kominn djúpt inn í raftónlistarsenuna, hvað þetta varð allt skemmtilegt. En svo var ég búinn að vinna slatta af verðlaunum, ekki orðinn þrítugur og fólk farið að stoppa mann og segja: „Blessaður meistari“ og eitthvað í þeim dúr. Það fór að kitla egóið og ég fór að taka sjálfan mig alvarlega og halda að ég væri orðinn merkilegur. Maður fyllist þeirri hugmynd að maður sé orðinn eitthvað og það drepur alla sköpun og gerir hlutina bara leiðinlega. Það kom tímabil þar sem þetta var ekki leikur lengur og ég var orðinn upptekinn af því að ég yrði að gera eitthvað rosalegt lag næst. Það var orðin byrði og þetta var allt orðið mjög alvarlegt og mikil togstreita. Það var ekki fyrr en ég fattaði aftur að ég ætti að leika mér sem hlutirnir fóru að vinna með mér. Ein besta mantra sem ég hef átt er að ákveða stundum að gera lélegt lag eða grínlag bara til þess að taka alla pressu í burtu. Þetta þarf að vera leikur.“ Naut ávaxta af því að taka sig ekki of hátíðlega Mugison átti heldur betur eftir að njóta ávaxtanna af því að hætta að taka sig hátíðlega. Platan Haglél sem kom út árið 2011 naut gríðarlegra vinsælda og seldist í yfir 30 þúsund eintökum sem var besta sala íslenskrar plötu í áratugi. „Ég hafði fram til ársins 2010 verið mest á túrum erlendis, en ákvað svo að gefa mér möguleika á að eiga tækifæri á að taka hring hérna heima annað slagið. En svo sló platan bara svo rosalega í gegn að ég hætti eiginlega bara að fara til útlanda og var bara heima eftir það.” Fjárfesti í fartölvu og hljóðkorti Það varð stór breyting í lífi Mugisons eftir að hann sá viðtal við Björk í þættinum Rokkland þar sem hún spáði því að í framtíðinni yrði öll músík gerð á „laptop“. Árið 2003 notaði Mugison allt námslánið sitt til að fjárfesta í fartölvu og hljóðkorti, sem síðar varð til þess að platan Lonely Mountain varð til. „Ég fékk borgað frá LÍN og það fór allt í hljóðkortið, svo að ég þurfti næsta hálfa árið að fara á milli sófa hjá bekkjarfélögum til að eiga stað til að sofa á. Ég tók upp fyrstu plötuna á þessum tíma, bara þar sem ég var hverju sinni, Oftast á einhverjum sófa. Það var svo upp frá þessu sem ég fór til Ísafjarðar. Ég var alltaf á nýjum stað þegar pabbi heyrði í mér og hann hélt að ég væri í algjöru rugli. Þannig að hann splæsti í flugmiða fyrir mig heim og alla leið vestur af því að hann var nýfluttur þangað. Þá fannst mér ég eiginlega að vera að koma þangað í fyrsta sinn. Ég ætlaði bara að vera þar í tvo mánuði að klára lokaritgerðina mína, en svo kynntist ég Rúnu eiginkonu minni og þessir tveir mánuðir urðu að tuttugu árum. En það er sem sagt logið upp á Ísfirðinga að ég sé þaðan. Ég er í dag stoltur Ísfirðingur, en er samt aðkomumaður,” segir Mugison. Gera upp sumarbústaðaland í Mosó Hann er nýlega fluttur í Mosfellsbæ þar sem hann og fjölskylda hans eru að gera upp gamalt sumarbústaðaland. Hann kann vel við sig aðeins fyrir utan Reykjavík og segir tímann á Vestfjörðum hafa verið yndislegan. „Við vorum mjög lengi á Súðavík, þar sem búa 120 manns og það eru alltaf allir til í spjallið og það er miklu hægara yfir öllu. Hver bær hefur sitt tempó, en ég fann það þegar við fluttum til Reykjavíkur við hjónin árið 2011 hvað hraðinn var mikill. Að koma í borgina með tvo krakka og búa í Vesturbænum og vera að skutla á sitt hvorn staðinn krökkunum, konan í vinnu og ég í skóla. Maður var orðinn eins og maður væri sendill í vinnu hjá sjálfum sér. Það bjó til togstreitu og meiri keyrslu og aðeins of marga kaffibolla. Við ákváðum fljótlega að fara aftur vestur, af því að þar eru ákveðin lífsgæði sem þú finnur ekki í borginni. Húsið aldrei læst, börnin geta bara gengið á milli húsa og allt annað flæði í gangi. Þú ert laus við taugaáfallið við að vera að skutla á næstu fótboltaæfingu.” Hægt er að nálgast viðtalið við Mugison og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ísafjarðarbær Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fleiri fréttir „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Sjá meira