Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Dýpri þekking á erfðamengi hveitis er sögð vera forsenda þess að hægt verði tryggja fæðuöryggi. NORDICPHOTOS/GETTY Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira