Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 07:00 Bréfsendingum hefur fækkað um meira en helming á áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent