Var Simeone bara að bulla um að Atletico ætti ekki eins mikinn pening og Real? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 19:00 Diego Simeone var kátur eftir leik í gærkvöldi. Vísir/Getty Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira