Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Atli Ísleifsson skrifar 15. ágúst 2018 20:08 John O. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Brennan hefur gagnrýnt forsetann harðlega á síðustu mánuðunum og verður honum nú meinað um aðgang að leynilegum upplýsingum stjórnvalda. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá ákvörðun forsetans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá forsetanum kom fram að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Brennan lýsti því yfir í júlí að hegðun forsetans á fundi hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafi jafnast á við landráð. Þá sagði hann að styrk stoð væri fyrir rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.Trump hættulegur bandarísku þjóðinni Fyrr í dag sagði Brennan í tísti að það væri ótrúlegt að forsetinn gæti ekki sýnt af sér lágmarksvelsæmi, kurteisi eða réttsýni. Þá sagði hann ljóst að Trump myndi aldrei gera sér grein fyrir því hvað fælist í því að vera forseti eða góð og heiðarleg manneskja. Slíkt gerði hann dapran og væri forsetinn hættulegur bandarísku þjóðinni. Fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustunnar hafa haldið öryggisheimildum sínum eftir að þeir láta af störfum, meðal annars til að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017.It's astounding how often you fail to live up to minimum standards of decency, civility, & probity. Seems like you will never understand what it means to be president, nor what it takes to be a good, decent, & honest person. So disheartening, so dangerous for our Nation. https://t.co/eI9HaCec1m— John O. Brennan (@JohnBrennan) August 14, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Brennan hefur gagnrýnt forsetann harðlega á síðustu mánuðunum og verður honum nú meinað um aðgang að leynilegum upplýsingum stjórnvalda. Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá ákvörðun forsetans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu frá forsetanum kom fram að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Brennan lýsti því yfir í júlí að hegðun forsetans á fundi hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafi jafnast á við landráð. Þá sagði hann að styrk stoð væri fyrir rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trumps og rússneskra stjórnvalda.Trump hættulegur bandarísku þjóðinni Fyrr í dag sagði Brennan í tísti að það væri ótrúlegt að forsetinn gæti ekki sýnt af sér lágmarksvelsæmi, kurteisi eða réttsýni. Þá sagði hann ljóst að Trump myndi aldrei gera sér grein fyrir því hvað fælist í því að vera forseti eða góð og heiðarleg manneskja. Slíkt gerði hann dapran og væri forsetinn hættulegur bandarísku þjóðinni. Fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustunnar hafa haldið öryggisheimildum sínum eftir að þeir láta af störfum, meðal annars til að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá. Brennan stýrði leyniþjónustunni CIA á árunum 2013 til 2017.It's astounding how often you fail to live up to minimum standards of decency, civility, & probity. Seems like you will never understand what it means to be president, nor what it takes to be a good, decent, & honest person. So disheartening, so dangerous for our Nation. https://t.co/eI9HaCec1m— John O. Brennan (@JohnBrennan) August 14, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30