Neyðarástandi lýst yfir í Flórída vegna „Rauða flóðsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 09:04 Fiskar og önnur dýr hafa drepist í massavís og rekið á land með tilheyrandi lykt. Vísir/AP „Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið. Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Rauða flóðið“ eins og það er kallað í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að ríkisstjóri Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi. Um er að ræða þörung sem drepið hefur fiska og önnur dýr í massavís og valdið hafa öndunarörðugleikum á landi. Lyktin af dauðum fiskum hefur rekið ferðamenn á brott. Skjaldbökur, sækýr og stærðarinnar hákarl hafa rekið dauðar á land vegna þörungsins sem ber nafnið Karenia brevis.Þörungurinn getur einnig borist í andrúmsloftið og hafa fjölmargir eldri borgarar í Flórída kvartað undan öndunarörðugleikum. Um helmingsfjölgun hefur orðið í heimsóknum á sjúkrahús á svæðinu, samkvæmt Washington Post.Rick Scott, ríkisstjórinn, hefur lofað 1,5 milljónum dala í neyðarsjóð vegna ástandsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö sýslum Flórída. „Það er enginn fiskur eftir. Rauða flóðið hefur drepið þá alla,“ segir vísindamaðurinn Rick Bartleson við WP. Hann segir að sýni úr sjónum við Flórída sýni banvænt magn af þörungnum. Þörungurinn finnst víða í náttúrunni en undanfarna mánuði hefur styrkur hans í sjónum við Flórída aukist verulega. Einn íbúi sem rætt var við segist ekki einu sinni geta hleypt köttum sínum út úr húsi vegna mengunar frá þörungnum. Íbúa svíði í augun og hálsana. Vísindamenn reyna nú að átta sig á því af hverju þetta ástand hefur myndast. Rauða flóðið hefur verið vel skrásett allt frá 1840 og spænskir landkönnuðir töluðu um það á sextándu öldinni. Hins vegar hefur umfang mengunarinnar verið að aukast á undanförnum áratugum. Ekki er útilokað að hnattræn hlýnun spili þar inni. Þá hafa rannsakendur leitað leiða til að drepa þörunginn en rannsóknir ganga hægt þar sem ekki er vitað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á lífríkið.
Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira