Öxlin gaf sig í maí en vann síðan EM-silfur í ágúst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 09:30 Fanney Hauksdóttir Vísir/Daníel Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér. Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Kraftlyftingakonan Fanney Hauksdóttir átti ekki von á því að vinna til silfurverðlauna á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu um helgina ekki síst vegna meiðsla sem hún glímdi við í vor. „Ég er bara virkilega ánægð með þessa niðurstöðu, einkum og sér í lagi þar sem ég hef ekki getað æft almennilega í aðdraganda mótsins vegna axlarmeiðsla“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið í dag. Fanney lyfti 107,5 kílóum í fyrstu lyftu, þyngdi í 110 kíló í annari lyftu og jafnaði síðan næstum því sinn besta árangur með því að lyfta 112,5 kílóum í lokalyftunni. Það var aðeins hálfu kílói frá Íslandsmeti hennar. Hún var silfur á öðru Evrópumótinu í röð í klassískri bekkpressu en mótið fór að þessu sinni fram í Frakklandi. Útlitið var ekki bjart í upphafi sumarsins en Seltirningurinn gafst ekki upp. „Öxlin hefur verið að stríða mér síðasta eina og hálfa árið eða svo og hún gaf sig svo alveg í maí síðastliðnum. Ég bjóst því alls ekki við því að komast á pall í þessari sterku keppni,“ sagði Fanney Hauksdóttir í viðtali við Fréttablaðið. Fanney fékk sprautu í liðinn eftir að hafa verið í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara síðan í maí. „Ég minnkaði álagið á öxlina töluvert í endurhæfingunni og þetta var í fyrsta skiðtið síðan öxlin gaf sig að ég lét almennilega reyna á hana. Ég fann það alveg að ég gat ekki beitt mér alveg að fullu og hefði getað lyft meira meiðslalaust,“ sagði Fanney en það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Aðrar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira