Lífið

Victoria's Secret-engill á Íslandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Josephine Skriver var fáklædd við Vestrahorn.
Josephine Skriver var fáklædd við Vestrahorn. Instagram
Danska ofurfyrirsætan Josephine Skriver-Karlsen hefur varið síðustu dögum á Íslandi. Skriver er ein af hinum svokölluðu englum nærfatarisans Victoria's Secret og frá því að hún hóf fyrirsætustörf árið 2011 hefur hún 300 sinnum sést á tískupöllunum, ásamt því að birtast á forsíðum margra stærstu glansrita heims.

Skriver hefur verið dugleg að birta myndir af Íslandsferðinni á Instagram-síðu sinni, þar sem hún er með rúmlega 5 milljónir fylgjenda. Á myndunum má sjá fyrirsætuna við Seljalandsfoss, Jökulsárlón og Vestrahorn. Hún virðist hæstánægð með Íslandsferðina en við eina myndina skrifar hún að landið hafi heillað hana upp úr skónum. 

Skriver er ekki eina ofurfyrirsætan sem heimsótt hefur landið að undanförnu. Vísir greindi frá því fyrir helgi að Ashley Graham hefði gert það sömuleiðis. Þær hafa báðar birt myndir á samfélagsmiðlum af Íslandsheimsóknum sínum og því ljóst að um fína landkynningu er að ræða.

Myndir Skriver úr Íslandsheimsókninni má sjá hér að neðan.

iceland is BLOWING MY MIND.

A post shared by Josephine Skriver (@josephineskriver) on

We speak in tongues. @bohnes

A post shared by Josephine Skriver (@josephineskriver) on

black mirror. @bohnes

A post shared by Josephine Skriver (@josephineskriver) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×