Mögnuð tólfta ágúst tvenna Eyjamanna á móti FH Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 10:45 Gunnar Heiðar Þorvaldsson fagnar hér sigurmarki sínu í Kaplakrika í gær. Vísir/Bára 12. ágúst er góður dagur fyrir Kristján Guðmundsson og lærisveina hans í ÍBV. Sömu sögu er ekki hægt að segja af FH. Eyjamenn mættu FH-ingum í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær og endurtóku leikinn frá því nákvæmlega einu ári fyrr. Sami maður var líka hetja gærdagsins. FH-ingar leggja eflaust fram ósk við mótastjóra KSÍ á næsta ári að þurfa ekki að spila við Eyjamenn 12. ágúst árið 2019. Eyjamenn tryggði sér magnaða 12. ágúst tvennu á Kaplakrikavelli í gær þegar þeir unnu 2-0 sigur á FH í 16. umferð Pepsi deildar karla. Tvö ár í röð hefur ÍBV-liðið nú unnið óvæntan sigur á FH á þessum degi. Eyjaliðið hefur haldið marki sínu hreinu í báðum leikjunum og í því báðum hefur Gunnar Heiðar Þorvaldsson verið á skotskónum á lokamínútum fyrri hálfleiks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn í fyrra með eina marki bikarúrslitaleiksins á móti FH á 37. mínútu.Í gær komu mörk Gunnars Heiðars aftur á móti á 39. og 45. mínútu leiksins en seinna markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Í báðum leikjunum átti Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu stóran þátt í undirbúningnum í fyrsta marki leiksins. Mörkin má sjá hér að neðan.Bikarmeistaratitilinn var fyrsti titill Eyjamann í karlaflokki í 19 ár og með sigrinum í gær þá fjarlægðist Eyjaliðið fallbaráttuna. FH-liðið missti hinsvegar af bikarnum á þessum degi í fyrra og missti síðan í gær af lestinni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Tólfta ágúst tvenna ÍBV á móti FH12. ágúst 2017 ÍBV vinnur 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum- Gunnar Heiðar Þorvaldsson með sigurmarkið á 37. mínútu12. ágúst 2018 ÍBV vinnur 2-0 sigur á FH í Pepsi-deildinni- Gunnar Heiðar Þorvaldsson með mörkin á 39. og 45. mínútu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
12. ágúst er góður dagur fyrir Kristján Guðmundsson og lærisveina hans í ÍBV. Sömu sögu er ekki hægt að segja af FH. Eyjamenn mættu FH-ingum í Pepsi-deild karla í fótbolta í gær og endurtóku leikinn frá því nákvæmlega einu ári fyrr. Sami maður var líka hetja gærdagsins. FH-ingar leggja eflaust fram ósk við mótastjóra KSÍ á næsta ári að þurfa ekki að spila við Eyjamenn 12. ágúst árið 2019. Eyjamenn tryggði sér magnaða 12. ágúst tvennu á Kaplakrikavelli í gær þegar þeir unnu 2-0 sigur á FH í 16. umferð Pepsi deildar karla. Tvö ár í röð hefur ÍBV-liðið nú unnið óvæntan sigur á FH á þessum degi. Eyjaliðið hefur haldið marki sínu hreinu í báðum leikjunum og í því báðum hefur Gunnar Heiðar Þorvaldsson verið á skotskónum á lokamínútum fyrri hálfleiks. Gunnar Heiðar Þorvaldsson tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn í fyrra með eina marki bikarúrslitaleiksins á móti FH á 37. mínútu.Í gær komu mörk Gunnars Heiðars aftur á móti á 39. og 45. mínútu leiksins en seinna markið skoraði hann úr vítaspyrnu. Í báðum leikjunum átti Færeyingurinn Kaj Leo í Bartalsstovu stóran þátt í undirbúningnum í fyrsta marki leiksins. Mörkin má sjá hér að neðan.Bikarmeistaratitilinn var fyrsti titill Eyjamann í karlaflokki í 19 ár og með sigrinum í gær þá fjarlægðist Eyjaliðið fallbaráttuna. FH-liðið missti hinsvegar af bikarnum á þessum degi í fyrra og missti síðan í gær af lestinni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Tólfta ágúst tvenna ÍBV á móti FH12. ágúst 2017 ÍBV vinnur 1-0 sigur á FH í bikarúrslitaleik á Laugardalsvellinum- Gunnar Heiðar Þorvaldsson með sigurmarkið á 37. mínútu12. ágúst 2018 ÍBV vinnur 2-0 sigur á FH í Pepsi-deildinni- Gunnar Heiðar Þorvaldsson með mörkin á 39. og 45. mínútu
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira