Tyrkir búa sig undir það versta eftir yfirlýsingagleði Erdogans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar stuðningsfólki sínu í Bayburt. Þar flutti hann eitt sinna umdeildu ávarpa. Vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét engan bilbug á sér finna um helgina og sendi Bandaríkjunum tóninn í yfirlýsingum sínum. Óvíst er hvort það dugi til en tyrkneska líran féll um nærri fimmtung á föstudag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti þvingunaraðgerðir gegn Tyrklandi. Á föstudag tísti Donald Trump að hann hygðist hækka tolla á ál og stál frá Tyrklandi. Tollar fyrir álið yrðu tuttugu prósent en fimmtíu prósent fyrir stálið. Gripið var til aðgerðanna eftir að Tyrkir neituðu að láta bandarískan klerk úr haldi sem sakfelldur hafði verið fyrir þátt sinn í valdaránstilrauninni í Tyrklandi fyrir tveimur árum síðan. Yfir helgina flutti tyrkneski forsetinn þrjú ávörp í tilraun sinni til að ná tökum á stöðunni. Í ávörpunum réðst hann meðal annars gegn Bandaríkjunum og hótaði því að Tyrkir myndu finna sér nýjan bandamann í þeirra stað. Þá útilokaði hann að hækka stýrivexti og þá útilokaði hann einnig þann möguleika að Tyrkland myndi leita á náðir alþjóðlegra stofnana ef allt færi á versta veg. Að auki kallaði hann eftir því að íbúar Tyrklands myndu selja erlendan gjaldeyri og kaupa lírur til að styrkja stöðu lírunnar en frá árinu 2016 hefur verðgildi lírunnar rýrst mjög eða um helming gagnvart dollar og evru.I have just authorized a doubling of Tariffs on Steel and Aluminum with respect to Turkey as their currency, the Turkish Lira, slides rapidly downward against our very strong Dollar! Aluminum will now be 20% and Steel 50%. Our relations with Turkey are not good at this time!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 10, 2018 Þau skilaboð sem Erdogan sendi í ræðum sínum voru þveröfug miðað við það sem fjárfestar höfðu vonast eftir. Í viðtölum við Bloomberg líktu sumir þeim við það að skvetta bensíni á bál. Mjög hefur hægst á tannhjólum tyrknesks efnahagslífs það sem af er ári og mörg stórfyrirtæki komist í hann krappan. Fyrirtækin eru mörg hver afar skuldsett og hefur fréttum af fyrirtækjum sem fara fram á skilmálabreytingar á endurgreiðslum farið fjölgandi. Búist er við því að slíkt muni aukast enn frekar í kjölfar pattstöðunnar milli ríkjanna tveggja. Sem kunnugt er var Erdogan endurkjörinn forseti Tyrklands í júní síðastliðnum. Breytingar á stjórnarskrá landsins, sem samþykktar voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar, færa forsetanum gríðarleg völd en þau ná meðal annars til efnahagslífsins. Mörgum þykir forsetinn full þver í afstöðu sinni og hafa kallað eftir því að seðlabanki landsins grípi til aðgerða í stað þess að bíða og vona það besta. Yfirlýsingarnar nú gefa lítið tilefni til þess. „Vandinn nú á rætur sínar að rekja til skorts á efnahagsstjórn í landinu. Það mun reynast núverandi stjórnvöldum afar erfitt að sýna fram að þau séu þess megnug að hanna og fylgja skynssamlegu plani til að leysa hann,“ segir Refet Gurkaynak, hagfræðiprófessor við Bilkent-háskólann í Ankara, við Bloomberg. Gurkaynak segist enn fremur efast um það að vandinn myndi leysast með því að sleppa klerknum úr haldi. Sú aðgerð myndi væntanlega aðeins kaupa Tyrklandi gálgafrest. Skuldastaða Tyrklands gagnvart erlendum ríkjum sé of erfið og vandasamt gæti orðið að ráða niðurlögum verðbólgunnar í landinu. Sem stendur er verðbólga í Tyrklandi tæp sextán prósent og hefur aukist um sex prósentustig frá upphafi árs.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Sjá meira
Virði lírunnar hríðfellur í kjölfar tísts Trump Líran hefur hríðfallið í virði í dag eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann ætlaði að tvöfalda tolla gegn Tyrklandi. 10. ágúst 2018 18:37