Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 20:03 Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum. Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum.
Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48