Styttu Steinunnar stolið í fjórða sinn og rannsóknin teygir anga sína til Tom Hanks Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 12:38 Steinunn með nokkur verka sinna Gunnar V. Andrésson Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn. Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung. Steinunn frétti af þjófnaðinum fyrir tæpum mánuði en lögreglan í Baton Rouge í Louisiana vildi ekki að málið færi strax í fjölmiðla. Menningarráð borgarinnar þarf að greiða sex og hálfa milljón króna í tryggingu ef ekki tekst að hafa upp á styttunni. Fréttastofa RÚV greinir frá því að lögreglan hafi meðal annars yfirheyrt tökulið sem var að störfum í borginni við tökur á kvikmynd með Tom Hanks í aðalhlutverki. Steinunn hafði sjálf ekki heyrt af því. „Ég hef bara séð það í fjölmiðlum,“ segir Steinunn. „Kannski Tom hafi bara tekið hana!“Einbeittur brotavilji Hún segir greinilegt að hver sem var að verki hafi haft einbeittan brotavilja. „Verkið er 200 kíló,“ segir Steinunn. „Það var á stað þar sem er ekki auðvelt að koma farartæki að þannig að þetta er hálfgerð ráðgáta. Annars er þetta sýning sem inniheldur 22 verk eða 11 pör. Pörin eru úr sitthvoru efninu og eitt parið er í raun í uppnámi núna.“ En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull. „Það var nú eiginlega ennþá sérkennilegra því það var uppi á svona fjögurra metra hárri súlu og var 300 kíló. Það hafa verið einhverjir töframenn þar á ferð. Árið 2015 var ég líka með mjög stóra sýningu í Kaupmannahöfn og þar hvarf verk líka. Þegar það fór í fjölmiðla fór allt af stað og verkið fannst að lokum á svölunum hjá ungum manni sem hafði dröslað því heim með sér af djamminu í leigubíl.“ En af hverju er alltaf verið að stela verkum Steinunnar? Að vissu leyti er það einföld tölfræði. „Að vissu leyti er þetta vegna þess að ég er með svo rosalega mikið af verkum út um allt í opinberu rými þar sem fólk getut nálgast verkin og tengst þeim líkamlega. Það er þannig séð ekki skrýtið að eitthvað gerist þegar það er svona mikill núningur við allskonar fólk. Fólki dettur ýmislegt í hug,“ segir Steinunn.
Menning Tengdar fréttir Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53 Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Styttu Steinunnar stolið af bekk í Louisiana Lögregla í Louisiana í Bandaríkjunum rannsakar nú stuld á styttu íslensku listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur í höfuðborg ríkisins Baton Rouge. 10. ágúst 2018 08:53
Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, um styttuna Voyage. 19. september 2011 15:58