Pistill um ekkert Þórlindur Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Það getur farið óskaplega í taugarnar á mér að sjá á Facebook hversu fyrirhafnarlítið það er hjá sumu fólki að lifa hamingju- og árangursríku lífi. Hver einasta fletting er skerandi sönnun þess að nánast allir sem ég þekki eru fallegri, hraustari, glaðari og gáfaðri heldur en ég og þurfa þar að auki ekkert að hafa fyrir lífinu. Þetta fólk sprettur á fætur á morgnana, smokrar sér í latex hlaupa- eða hjólaföt, brunar svo tugi kílómetra á fótum eða hjólum á öskrandi hraða, kemur svo fallega rjótt og ósveitt aftur heim, skellir sér í sturtu og birtist þaðan út með fullkomna og flekklausa húð tilbúið til þess að vinna fleiri stórsigra á vettvangi atvinnulífs, stjórnmála eða fjölskyldulífs. Stærstu sigrarnir í glæsileikakeppninni vinnast þó yfirleitt í sumarfríum; ýmist í hasarferðum um hálendið eða sæluferðum á sólarströnd. Á fjöllum geislar fólk af fegurð, hreysti og lífskrafti í óaðfinnanlega litasjatteruðum hátæknilegum útivistarfatnaði, og á sólarströndinni flatmagar það á sólbekkjum með óátekið frissandi ferskt kampavínsglas við höndina, gáfulega flugvallarbók í kjöltunni og vöðvastælt glansandi sólbrún læri sem vísa út að heiðblárri sundlaug og skýlausum himni. Svona einhvern veginn er líf allra; nema auðvitað mitt eigið og minna allra nánustu.Fyrirhafnarlitlu ritverkin Fyrir utan þessar hreysti- og hamingjumyndir fara einna mest í taugarnar á mér færslur þar sem fólk sýnir að það hafi lokið við einhvers konar stórvirki; hvort sem það er að setja upp veggi í íbúðinni sinn, fúaverja palla, elda ómótstæðilegar kræsingar eða—sem er það versta af öllu—að senda frá sér einhvers konar ritverk eins og lokaritgerð í námi eða viðlíka. Þegar ég sé að einhver hefur skilað langri ritgerð geri ég mér umsvifalaust í hugarlund að höfundurinn hafi unnið það jafnt og þétt af fullkomnum aga og eftir fyrirframákveðnu skipulagi, þannig að stundirnar við lyklaborðið hafi verið afslappaðar og huggulegar—hugsanlega með klassískri tónlist, kamillutei og kertaljósi—og svo hafi hin endanlega afurð runnið mótþróalaust út úr prentaranum löngu áður en skilafrestur rann út. Það er alveg sama hvað hver segir mér, í hjarta mínu trúi ég því einlæglega að þetta sé svona hjá öllum öðrum. Verkferlar í molum Þetta er nefnilega ekki svona hjá mér. Um daginn ætlaði ég til dæmis að byrja að skrifa klukkan 23.30 um kvöld því enginn annar tími var mögulegur. Þá gerist þetta: Klukkan er 23.20. Ég sit í stól í stofunni og les bók um það hvernig hægt er að auka einbeitingarhæfileika sína. Klukkan 23.24 fer ég aðeins að vafra á netinu og skoða Facebook og ég hugsa með mér að ég þurfi að fara fram á gang með gleraugnahlustrið og ganga frá sólgleraugunum svo ég þurfi ekki að leita í panikki daginn eftir. Svo ætti ég að drífa í að setja upp vinnudótið og þá get ég verið byrjaður að skrifa fyrir hálf tólf. Nægur tími, hugsa ég, þannig að ég geri hvorugt en slæpist aðeins lengur og ég sé að klukkan er orðin 23.28 og ég hugsa að nú þurfi ég að haska mér af stað. Ég geri það ekki. Ég skoða aðeins meira á Facebook og klukkan er orðin 23.30. Damn. En ég stend samt ekki upp. Kíki á eitthvað eitt í viðbót. Klukkan er 23.32. Þetta er ekki svo slæmt ef ég byrja núna hugsa ég, en geri það ekki heldur týni mér í nokkrar sekúndur og klukkan er skyndilega orðin 23.38. Ansans. Ég stend loksins upp til þess að sækja heyrnartólin inn í sjónvarpsherbergi því án þeirra get ég ekkert skrifað. Þegar þangað er komið man ég ekki lengur af hverju ég fór þangað inn þannig að ég rápa aftur út. Best að fylla á sódavatnsflöskur. Ráp og ráðleysi Svo fer ég á klósettið frammi í forstofu og heyri þá að annað barnið er að tala upp úr svefni. Ég klára klósettferðina og fer inn í sjónvarpsherbergi og sæki heyrnartólin og set þau fram á stofuborðið. Þá mundi ég að ég ætlaði að athuga með barnið sem var talandi upp úr svefni. Fer þangað og geng úr skugga um að allt sé í lagi. Ég labba aftur fram og man þá eftir að ég ætlaði að sækja heyrnartólin mín inni í sjónvarpsherbergi og fer þangað. Þau eru ekki þar. Ég labba aftur fram og sé að þau liggja á stofuborðinu. Þau eru batteríslaus. Ég set notaða batteríið í afskornu kókflöskuna sem er full af ónýtum batteríum síðustu fimm ára. Svo opna ég alltmögulegtskúffuna og finn réttu týpuna af batteríi. Ég finn til töskuna mína og set hana á stól við eldhúsborðið og stilli upp lyklaborði og tölvu. Klukkan er 23.48 og ég set á mig heyrnartólin tilbúinn til að skrifa. En heyrnartólin virka ekki. Ég skoða þau og það kemur í ljós að lokið fyrir batteríið er opið og þar inni er ekkert batterí. Ég held ennþá á batteríinu. Ég set batteríið í heyrnartólin og man þá að ég á eftir að skoða hvort ég hafi fengið tölvupóst vegna fundar sem ég á morguninn eftir. Ég geri það og fer á Facebook. Þá er ég tilbúinn og get byrjað að skrifa. Klukkan er 23.53. Allt í einu man ég að ég á eftir að stilla vekjaraklukkuna fyrir morgundaginn svo ég geri það. Og enn ég veit ég ekki um hvað ég ætla að skrifa og klukkan orðin 23.58. Kannski skrifa ég bara um ekki neitt eða fer aftur að lesa bókina um einbeitinguna. Ekkert kamillute, engin klassísk tónlist, engin kerti. Raunveruleikinn bítur Þrátt fyrir allar glansmyndirnar sem mann langar oft að trúa um aðra, og skapa um sjálfan sig þá er raunveruleikinn líklega svipaður hjá okkur flestum. Jafnvel hörðustu hlaupahetjur þurfa oft að taka á honum stóra sínum til þess að komast af stað, sumir dagar í bestu fjölskyldufríum eru markaðir af streitu, pirringi og mótþróa en ekki eintómri hamingju og ævintýraþrá. Og jafnvel þeir sem hafa hundrað sinnum áður þurft að skila af sér skrifum sitja ekki afslappaðir og yfirvegaðir heldur eirðarlausir en angistarfullir við lyklaborðið langt fram á nótt og geta ekki fyrir sitt litla líf kreist fram hálft orð af viti. En maður setur það auðvitað ekki á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það getur farið óskaplega í taugarnar á mér að sjá á Facebook hversu fyrirhafnarlítið það er hjá sumu fólki að lifa hamingju- og árangursríku lífi. Hver einasta fletting er skerandi sönnun þess að nánast allir sem ég þekki eru fallegri, hraustari, glaðari og gáfaðri heldur en ég og þurfa þar að auki ekkert að hafa fyrir lífinu. Þetta fólk sprettur á fætur á morgnana, smokrar sér í latex hlaupa- eða hjólaföt, brunar svo tugi kílómetra á fótum eða hjólum á öskrandi hraða, kemur svo fallega rjótt og ósveitt aftur heim, skellir sér í sturtu og birtist þaðan út með fullkomna og flekklausa húð tilbúið til þess að vinna fleiri stórsigra á vettvangi atvinnulífs, stjórnmála eða fjölskyldulífs. Stærstu sigrarnir í glæsileikakeppninni vinnast þó yfirleitt í sumarfríum; ýmist í hasarferðum um hálendið eða sæluferðum á sólarströnd. Á fjöllum geislar fólk af fegurð, hreysti og lífskrafti í óaðfinnanlega litasjatteruðum hátæknilegum útivistarfatnaði, og á sólarströndinni flatmagar það á sólbekkjum með óátekið frissandi ferskt kampavínsglas við höndina, gáfulega flugvallarbók í kjöltunni og vöðvastælt glansandi sólbrún læri sem vísa út að heiðblárri sundlaug og skýlausum himni. Svona einhvern veginn er líf allra; nema auðvitað mitt eigið og minna allra nánustu.Fyrirhafnarlitlu ritverkin Fyrir utan þessar hreysti- og hamingjumyndir fara einna mest í taugarnar á mér færslur þar sem fólk sýnir að það hafi lokið við einhvers konar stórvirki; hvort sem það er að setja upp veggi í íbúðinni sinn, fúaverja palla, elda ómótstæðilegar kræsingar eða—sem er það versta af öllu—að senda frá sér einhvers konar ritverk eins og lokaritgerð í námi eða viðlíka. Þegar ég sé að einhver hefur skilað langri ritgerð geri ég mér umsvifalaust í hugarlund að höfundurinn hafi unnið það jafnt og þétt af fullkomnum aga og eftir fyrirframákveðnu skipulagi, þannig að stundirnar við lyklaborðið hafi verið afslappaðar og huggulegar—hugsanlega með klassískri tónlist, kamillutei og kertaljósi—og svo hafi hin endanlega afurð runnið mótþróalaust út úr prentaranum löngu áður en skilafrestur rann út. Það er alveg sama hvað hver segir mér, í hjarta mínu trúi ég því einlæglega að þetta sé svona hjá öllum öðrum. Verkferlar í molum Þetta er nefnilega ekki svona hjá mér. Um daginn ætlaði ég til dæmis að byrja að skrifa klukkan 23.30 um kvöld því enginn annar tími var mögulegur. Þá gerist þetta: Klukkan er 23.20. Ég sit í stól í stofunni og les bók um það hvernig hægt er að auka einbeitingarhæfileika sína. Klukkan 23.24 fer ég aðeins að vafra á netinu og skoða Facebook og ég hugsa með mér að ég þurfi að fara fram á gang með gleraugnahlustrið og ganga frá sólgleraugunum svo ég þurfi ekki að leita í panikki daginn eftir. Svo ætti ég að drífa í að setja upp vinnudótið og þá get ég verið byrjaður að skrifa fyrir hálf tólf. Nægur tími, hugsa ég, þannig að ég geri hvorugt en slæpist aðeins lengur og ég sé að klukkan er orðin 23.28 og ég hugsa að nú þurfi ég að haska mér af stað. Ég geri það ekki. Ég skoða aðeins meira á Facebook og klukkan er orðin 23.30. Damn. En ég stend samt ekki upp. Kíki á eitthvað eitt í viðbót. Klukkan er 23.32. Þetta er ekki svo slæmt ef ég byrja núna hugsa ég, en geri það ekki heldur týni mér í nokkrar sekúndur og klukkan er skyndilega orðin 23.38. Ansans. Ég stend loksins upp til þess að sækja heyrnartólin inn í sjónvarpsherbergi því án þeirra get ég ekkert skrifað. Þegar þangað er komið man ég ekki lengur af hverju ég fór þangað inn þannig að ég rápa aftur út. Best að fylla á sódavatnsflöskur. Ráp og ráðleysi Svo fer ég á klósettið frammi í forstofu og heyri þá að annað barnið er að tala upp úr svefni. Ég klára klósettferðina og fer inn í sjónvarpsherbergi og sæki heyrnartólin og set þau fram á stofuborðið. Þá mundi ég að ég ætlaði að athuga með barnið sem var talandi upp úr svefni. Fer þangað og geng úr skugga um að allt sé í lagi. Ég labba aftur fram og man þá eftir að ég ætlaði að sækja heyrnartólin mín inni í sjónvarpsherbergi og fer þangað. Þau eru ekki þar. Ég labba aftur fram og sé að þau liggja á stofuborðinu. Þau eru batteríslaus. Ég set notaða batteríið í afskornu kókflöskuna sem er full af ónýtum batteríum síðustu fimm ára. Svo opna ég alltmögulegtskúffuna og finn réttu týpuna af batteríi. Ég finn til töskuna mína og set hana á stól við eldhúsborðið og stilli upp lyklaborði og tölvu. Klukkan er 23.48 og ég set á mig heyrnartólin tilbúinn til að skrifa. En heyrnartólin virka ekki. Ég skoða þau og það kemur í ljós að lokið fyrir batteríið er opið og þar inni er ekkert batterí. Ég held ennþá á batteríinu. Ég set batteríið í heyrnartólin og man þá að ég á eftir að skoða hvort ég hafi fengið tölvupóst vegna fundar sem ég á morguninn eftir. Ég geri það og fer á Facebook. Þá er ég tilbúinn og get byrjað að skrifa. Klukkan er 23.53. Allt í einu man ég að ég á eftir að stilla vekjaraklukkuna fyrir morgundaginn svo ég geri það. Og enn ég veit ég ekki um hvað ég ætla að skrifa og klukkan orðin 23.58. Kannski skrifa ég bara um ekki neitt eða fer aftur að lesa bókina um einbeitinguna. Ekkert kamillute, engin klassísk tónlist, engin kerti. Raunveruleikinn bítur Þrátt fyrir allar glansmyndirnar sem mann langar oft að trúa um aðra, og skapa um sjálfan sig þá er raunveruleikinn líklega svipaður hjá okkur flestum. Jafnvel hörðustu hlaupahetjur þurfa oft að taka á honum stóra sínum til þess að komast af stað, sumir dagar í bestu fjölskyldufríum eru markaðir af streitu, pirringi og mótþróa en ekki eintómri hamingju og ævintýraþrá. Og jafnvel þeir sem hafa hundrað sinnum áður þurft að skila af sér skrifum sitja ekki afslappaðir og yfirvegaðir heldur eirðarlausir en angistarfullir við lyklaborðið langt fram á nótt og geta ekki fyrir sitt litla líf kreist fram hálft orð af viti. En maður setur það auðvitað ekki á Facebook.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun