Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2018 15:52 Skuggi Marsjeppans Opportunity á yfirborði rauðu reikistjörnunnar árið 2014. NASA/JPL-Caltech Ekkert hefur heyrst frá könnunarjeppanum Opportunity í áttatíu daga frá því að risavaxinn sandstormur geisaði á yfirborði reikistjörnunnar Mars í júní. Stjórnendur jeppans hafa þó ekki gefið upp alla von um að hann sé enn með lífsmarki. Storminum, sem náði um tíma yfir alla reikistjörnuna, slotaði ekki fyrr en í síðasta mánuði en ryk er enn í lofti nærri Endeavour-gígnum þar sem síðast spurðist til Opportunity. Rykið hefur lokað á sólarljósi sem Marsjeppinn reiðir sig á til að knýja sig áfram. Sambandið við jeppann rofnaði 10. júní en hann virðist hafa lagst í dvala vegna aðstæðna. „Við vitum einfaldlega ekki hvað gerist. Það er aðeins ein leið til að komast að því og það er að hlusta,“ segir Steve Squyres, aðalvísindamaður Opportunity-leiðangursins við Space.com. Nístingskuldi er talinn helsta ógnin sem steðjar að tækjum Opportunity. Án sólarljóss getur hann ekki knúið hitara sem eru um borð og þá gæti voðinn verið vís. Ekki er þó ljóst hversu mikinn kulda geimfarið þolir. Opportunity og systurjeppinn Spirit lentu á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangur þeirra að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ótrauður áfram til ársins 2010. Opportunity hefur gerst enn langlífari og hefur nú ferðast lengra um yfirborð annars hnattar en nokkuð annað geimfar, alls um 45 kílómetra. „Þetta verður annað hvort undraverður bati eða sæmdardauði,“ segir Squyres. Í millitíðinni hafa aðdáendur Opportunity sent jeppanum heillaóskir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #WakeUpOppy og #SaveOppy.#WakeUpOppy#SaveOppypic.twitter.com/nQcKrABX3Q — RidingWithRobots (@ridingrobots) August 29, 2018January 2015: I came as close to standing atop a hill on Mars as I will in my life. When Oppy reached the summit I had the privilege of raising the flag atop Cape Tribulation. Probably my favorite shift during my 12 years on the mission. #SaveOppy#WakeupOppypic.twitter.com/SENb25EvhN — Mike Seibert (@mikeseibert) August 29, 2018 Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ekkert hefur heyrst frá könnunarjeppanum Opportunity í áttatíu daga frá því að risavaxinn sandstormur geisaði á yfirborði reikistjörnunnar Mars í júní. Stjórnendur jeppans hafa þó ekki gefið upp alla von um að hann sé enn með lífsmarki. Storminum, sem náði um tíma yfir alla reikistjörnuna, slotaði ekki fyrr en í síðasta mánuði en ryk er enn í lofti nærri Endeavour-gígnum þar sem síðast spurðist til Opportunity. Rykið hefur lokað á sólarljósi sem Marsjeppinn reiðir sig á til að knýja sig áfram. Sambandið við jeppann rofnaði 10. júní en hann virðist hafa lagst í dvala vegna aðstæðna. „Við vitum einfaldlega ekki hvað gerist. Það er aðeins ein leið til að komast að því og það er að hlusta,“ segir Steve Squyres, aðalvísindamaður Opportunity-leiðangursins við Space.com. Nístingskuldi er talinn helsta ógnin sem steðjar að tækjum Opportunity. Án sólarljóss getur hann ekki knúið hitara sem eru um borð og þá gæti voðinn verið vís. Ekki er þó ljóst hversu mikinn kulda geimfarið þolir. Opportunity og systurjeppinn Spirit lentu á Mars í janúar árið 2004. Upphaflega átti leiðangur þeirra að standa yfir í þrjá mánuði. Spirit hélt hins vegar ótrauður áfram til ársins 2010. Opportunity hefur gerst enn langlífari og hefur nú ferðast lengra um yfirborð annars hnattar en nokkuð annað geimfar, alls um 45 kílómetra. „Þetta verður annað hvort undraverður bati eða sæmdardauði,“ segir Squyres. Í millitíðinni hafa aðdáendur Opportunity sent jeppanum heillaóskir á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #WakeUpOppy og #SaveOppy.#WakeUpOppy#SaveOppypic.twitter.com/nQcKrABX3Q — RidingWithRobots (@ridingrobots) August 29, 2018January 2015: I came as close to standing atop a hill on Mars as I will in my life. When Oppy reached the summit I had the privilege of raising the flag atop Cape Tribulation. Probably my favorite shift during my 12 years on the mission. #SaveOppy#WakeupOppypic.twitter.com/SENb25EvhN — Mike Seibert (@mikeseibert) August 29, 2018
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11