Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 í kvöld en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti.
Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Hér að neðan má lesa hvernig maður gerir réttinn.
Súper morgunverðarskál með acai berjum
- 1 dl Acai ber
- 1 dl frosin blönduð ber
- Hálfur banani
- 2 dl möndlumjólk
- 1 dl grískt jógúrt
- Fersk ber
- Múslí
-
Döðlusíróp
Aðferð:
Setjið öll hráefnin í blandarann og maukið þar til blandan er orðin silkimjúk.
Hellið blöndunni í skál og skreytið með ávöxtum, sáldrið smávegis af döðlusírópi yfir og berið strax fram.