Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 14:04 Fanndís Friðriksdóttir fagnar marki á síðasta stórmóti stelpnanna sem var EM 2017. Vísir/Getty Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. Leikurinn er sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins til þessa. Liðið tryggir sig í lokakeppni HM með sigri og jafntefli heldur möguleikanum um sæti á HM á lofti. Þýska liðið er eitt það sterkasta í heiminum og ljóst að erfitt verkefni er framundan fyrir stelpurnar. Íslenska liðið og knattspyrnusambandið hafa haft það að markmiði að fylla Laugardalsvöll á laugardaginn og auglýst leikinn vel síðustu daga. Sú vinna borgaði sig því uppselt er á leikinn. Áhorfendamet verður því slegið á laugardag, en fyrra met var 7521 áhorfandi og var það sett síðasta sumar þegar brasilíska landsliðið mætti á Laugardalsvöll.Það er uppselt á Ísland - Þýskaland! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/Rn7hwKRhLy — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2018 „Þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvort um met sé að ræða. Hann segir þetta met verðskuldað en hefur landsliðið staðið sig frábærlega undanfarið og er um að ræða virkilega mikilvægan leik. „Þetta er stórleikur og mikið í húfi á móti sterku liði Þýskalands og sæti á HM Í Frakklandi að veði. Þessi leikur á svo sannarlega skilið að fá fullan völl og ég efast ekki um að það verði frábær stemning,“ segir Guðni. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit en hefur fulla trú á að íslenska liðið nái að sýna góða leik. „Og þá er möguleiki að fá stig úr þessum leik, þó auðvitað sé alltaf leikið til sigurs.“ HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. Leikurinn er sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins til þessa. Liðið tryggir sig í lokakeppni HM með sigri og jafntefli heldur möguleikanum um sæti á HM á lofti. Þýska liðið er eitt það sterkasta í heiminum og ljóst að erfitt verkefni er framundan fyrir stelpurnar. Íslenska liðið og knattspyrnusambandið hafa haft það að markmiði að fylla Laugardalsvöll á laugardaginn og auglýst leikinn vel síðustu daga. Sú vinna borgaði sig því uppselt er á leikinn. Áhorfendamet verður því slegið á laugardag, en fyrra met var 7521 áhorfandi og var það sett síðasta sumar þegar brasilíska landsliðið mætti á Laugardalsvöll.Það er uppselt á Ísland - Þýskaland! #dottir#fyririslandpic.twitter.com/Rn7hwKRhLy — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 29, 2018 „Þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi þegar hann er spurður hvort um met sé að ræða. Hann segir þetta met verðskuldað en hefur landsliðið staðið sig frábærlega undanfarið og er um að ræða virkilega mikilvægan leik. „Þetta er stórleikur og mikið í húfi á móti sterku liði Þýskalands og sæti á HM Í Frakklandi að veði. Þessi leikur á svo sannarlega skilið að fá fullan völl og ég efast ekki um að það verði frábær stemning,“ segir Guðni. Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit en hefur fulla trú á að íslenska liðið nái að sýna góða leik. „Og þá er möguleiki að fá stig úr þessum leik, þó auðvitað sé alltaf leikið til sigurs.“
HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Tengdar fréttir „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30
Við getum unnið Þýskaland Sigríður Lára Garðarsdóttir lék fyrsta leik sinn fyrir norsku meistarana í Lilleström í gær. Henni stóð til boða að semja við þrjú lið í Skandinavíu og bíður hún óþreyjufull eftir leiknum gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli á laugardag. 27. ágúst 2018 08:30
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00