Upphitun: Eldheitir Ítalir á Monza Bragi Þórðarson skrifar 30. ágúst 2018 21:30 Fagnar Ferrari loks sigri fyrir framan stuðningsmenn sína? Vísir/Getty Formúlan heldur áfram um helgina og nú er komið að 14. umferðinni þar sem keppt verður á hinni sögufrægu Monza braut á Ítalíu. Ferrari er á heimavelli og vell stutt af ástríðufullum stuðningsmönnum. Eftir sigur Sebastian Vettel í belgíska kappakstrinum um síðustu helgi er ítalska liðið sem stendur 15 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari hefur sýnt það í undanförnum keppnum að liðið er með hraðasta bílinn, það kom sérstaklega í ljós í Belgíu. Á Monza brautinni, rétt eins og Spa, er aðalatriðið að vera með góða og aflmikla vél. Mercedes hefur verið með aflmestu vélarnar undanfarin ár en nú er orðin breyting á, eins og Ferrari sýndi fyrir viku.Vettel var þriðji á Monza í fyrravísir/gettyLíkurnar eru því meiri heldur en minni á að rauðu bílarnir munu standa sig um helgina og trylla ítölsku áhorfendurnar, sem kallaðir eru tifosi. Fyrst var keppt á Monza árið 1921 og er það að sjálfsögðu Ferrari sem á flesta sigra á brautinni, 19 talsins. Liðið hefur þó ekki unnið á heimavelli síðan að Fernando Alonso vann á brautinni árið 2010. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og byrjar kappaksturinn klukkan 12:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlan heldur áfram um helgina og nú er komið að 14. umferðinni þar sem keppt verður á hinni sögufrægu Monza braut á Ítalíu. Ferrari er á heimavelli og vell stutt af ástríðufullum stuðningsmönnum. Eftir sigur Sebastian Vettel í belgíska kappakstrinum um síðustu helgi er ítalska liðið sem stendur 15 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari hefur sýnt það í undanförnum keppnum að liðið er með hraðasta bílinn, það kom sérstaklega í ljós í Belgíu. Á Monza brautinni, rétt eins og Spa, er aðalatriðið að vera með góða og aflmikla vél. Mercedes hefur verið með aflmestu vélarnar undanfarin ár en nú er orðin breyting á, eins og Ferrari sýndi fyrir viku.Vettel var þriðji á Monza í fyrravísir/gettyLíkurnar eru því meiri heldur en minni á að rauðu bílarnir munu standa sig um helgina og trylla ítölsku áhorfendurnar, sem kallaðir eru tifosi. Fyrst var keppt á Monza árið 1921 og er það að sjálfsögðu Ferrari sem á flesta sigra á brautinni, 19 talsins. Liðið hefur þó ekki unnið á heimavelli síðan að Fernando Alonso vann á brautinni árið 2010. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og byrjar kappaksturinn klukkan 12:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira