Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 12:00 Kallað á milli stúkna á Laugardalsvellinum. Vísir/Getty Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. Íslensku stelpurnar tryggja sig inn á HM með sigri en þær unnu fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi síðasta haust. Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir í það að í fyrsta sinn verði fullur Laugardalsvöllur á kvennalandsleik. Tólfan ætlar líka að mæta á sinn stað í N-hólfið á austari stúkunni og þar á bæ eru sumir orðnir spenntir. Tólfumaðurinn Árni Þór Gunnarsson lýsir spenningi sínum á Twitter og hlakkar sérstaklega til þess að gera eitt sem aldrei hefur verið gert áður á kvennalandsleiks. Það er að kalla á milli stúkna eins og er gert á karlalandsleikjunum. Önnur stúkan hefur bara verið notuð á kvennalandsleikjunum en nú verða báðar stúkurnar vonandi fullar með tilheyrandi stemmningu í Dalnum. Það má sjá færslu Árna hér fyrir neðan. Vonandi tekst honum og hinum í Tólfunni að keyra stemmninguna snemma í gang í Laugardalnum á laugardaginn.Ótrùlega peppaður fyrir komandi Kvk Landsleik gegn Þýskalandi...er samt mest peppaður yfir þvì að ég mun vera ì N hólfi með restinni af @12Tolfan !!! Get ekki beðið til að kalla à milli Stùka og hvetja Stelpurnar til SIGURS!! #fotboltinet#Dóttir#FyrirÌsland — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 28, 2018Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 15.00 á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vegleg umfjöllun verður líka bæði fyrir og eftir leik. Íslenska landsliðið er með eins stigs forskot á Þýskaland þegar tveir leikir eru eftir. Sigur tryggir Íslandi HM-sætið en með jafntefli geta stelpurnar okkar komist beint á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur. Sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvellinum. HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. Íslensku stelpurnar tryggja sig inn á HM með sigri en þær unnu fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi síðasta haust. Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir í það að í fyrsta sinn verði fullur Laugardalsvöllur á kvennalandsleik. Tólfan ætlar líka að mæta á sinn stað í N-hólfið á austari stúkunni og þar á bæ eru sumir orðnir spenntir. Tólfumaðurinn Árni Þór Gunnarsson lýsir spenningi sínum á Twitter og hlakkar sérstaklega til þess að gera eitt sem aldrei hefur verið gert áður á kvennalandsleiks. Það er að kalla á milli stúkna eins og er gert á karlalandsleikjunum. Önnur stúkan hefur bara verið notuð á kvennalandsleikjunum en nú verða báðar stúkurnar vonandi fullar með tilheyrandi stemmningu í Dalnum. Það má sjá færslu Árna hér fyrir neðan. Vonandi tekst honum og hinum í Tólfunni að keyra stemmninguna snemma í gang í Laugardalnum á laugardaginn.Ótrùlega peppaður fyrir komandi Kvk Landsleik gegn Þýskalandi...er samt mest peppaður yfir þvì að ég mun vera ì N hólfi með restinni af @12Tolfan !!! Get ekki beðið til að kalla à milli Stùka og hvetja Stelpurnar til SIGURS!! #fotboltinet#Dóttir#FyrirÌsland — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 28, 2018Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 15.00 á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vegleg umfjöllun verður líka bæði fyrir og eftir leik. Íslenska landsliðið er með eins stigs forskot á Þýskaland þegar tveir leikir eru eftir. Sigur tryggir Íslandi HM-sætið en með jafntefli geta stelpurnar okkar komist beint á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur. Sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvellinum.
HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira