Segir þvingunarúrræði lögreglu ómannúðleg og niðurlægjandi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Mahad mætir til skráningar á lögreglustöðinni við Hlemm á hverjum degi að skipun lögreglu. Fréttablaðið/ERNIR „Það er verið að brjóta mig niður og niðurlægja með þessu,“ segir Mahad Mahamud, sem hefur verið gert að mæta á lögreglustöðina við Hlemm milli klukkan tvö og þrjú á hverjum degi til skráningar. Mahad sem sótti um hæli hér á landi eftir að hafa verið sviptur ríkisborgararétti í Noregi, hefur reynt allar leiðir í stjórnsýslunni hérlendis en umsókn hans verður ekki tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála frá því í apríl síðastliðnum. Samkvæmt ákvörðuninni átti að senda hann aftur til Noregs í síðasta lagi 8. maí síðastliðinn en ekki hefur orðið af brottflutningi. Í síðustu viku var honum birt ákvörðun um daglega skráningu á lögreglustöðinni við Hlemm í fjórtán daga. Um er að ræða þvingunarúrræði samkvæmt útlendingalögum sem heimilt er að beita í tilvikum þegar ætla má að útlendingur komi sér undan framkvæmd ákvörðunar eða sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að hætta geti stafað af honum. „Þeir vita vel hvar ég bý og hafa símanúmerið mitt og alla pappíra. Ég hef aldrei gert neitt af mér og hef hagað mér óaðfinnanlega. Ég skil ekki hvers vegna er komið fram við mig eins og glæpamann Hver er tilgangurinn?“ spyr Mahad. „Ég er nú þegar að niðurlotum kominn andlega eftir allt sem gengið hefur á og nú er enn verið að niðurlægja mig og brjóta mig niður. Það getur ekki verið í samræmi við mannréttindi mín. Mér líður ekki lengur eins og lifandi manneskju,“ segir Mahad og upplifir að það sé verið að spila með sig.„Mér er gert að mæta á stöðina alla daga. Ég mætti á stöðina síðastliðinn laugardag. Þá var enginn við. Allt læst og enginn kom til dyra. Ég hringdi í lögregluna og var sagt að enginn væri við og ég skyldi bara koma á mánudaginn.“ Mahad flúði frá Sómalíu til Noregs 14 ára gamall. Hann fékk ríkisborgararétt þar í landi, menntaði sig og fór að vinna við lífeindafræði og greiningar á Ullevall-sjúkrahúsinu. Hann var sviptur ríkisborgararétti í kjölfar ábendingar um að hann kæmi ekki frá Sómalíu heldur nágrannaríkinu Djíbútí. Mál hans vakti mikla athygli í Noregi þegar það kom upp. Forseti sómalíska þingsins fullyrti í viðtali við norska fjölmiðla að Mahad væri Sómali og yfirlýsinga var aflað frá Djíbútí um að hann væri alls ekki þaðan. Sendiherra Sómalíu í Evrópu lét hafa eftir sér að Norðmenn sýndu Sómalíu virðingarleysi með því að taka skjöl Sómala ekki trúanleg. Mahad missti allt í kjölfarið og mældi göturnar í Noregi en óvissa ríkti um hvert ætti að senda hann vegna viðbragða ríkjanna tveggja; Djíbútí og Sómalíu. Hann furðar sig á því að norsk stjórnvöld vilji nú ólm fá hann sendan til baka enda hafi honum verið vísað úr landi þar. „Það er skiljanlegt að Íslendingar hafi farið frá Noregi fyrr á öldum. Það er eitthvað að þessu ríki,“ segir Mahad og kvíðir því sem tekur við í Noregi. Málarekstri hans er heldur ekki lokið hér á landi enda telur Mahad að hans mál eigi alls ekki að ákvarðast af Dyflinnarreglugerðinni þar sem hún var ekki í gildi þegar hann flúði til Noregs á sínum tíma. Þess vegna verði að taka mál hans til efnismeðferðar hér á landi en ekki vísa honum beint til Noregs. Málareksturinn frestar þó ekki réttaráhrifum brottvísunarinnar og mun lögmaður Mahads reka málið í hans fjarveru. Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. 31. október 2017 08:36 Sagður vera njósnari Mahad Mahamud var sviptur ríkisborgararétti í Noregi eftir að hafa búið þar í landi frá unglingsárum. 10. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
„Það er verið að brjóta mig niður og niðurlægja með þessu,“ segir Mahad Mahamud, sem hefur verið gert að mæta á lögreglustöðina við Hlemm milli klukkan tvö og þrjú á hverjum degi til skráningar. Mahad sem sótti um hæli hér á landi eftir að hafa verið sviptur ríkisborgararétti í Noregi, hefur reynt allar leiðir í stjórnsýslunni hérlendis en umsókn hans verður ekki tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt úrskurði kærunefndar útlendingamála frá því í apríl síðastliðnum. Samkvæmt ákvörðuninni átti að senda hann aftur til Noregs í síðasta lagi 8. maí síðastliðinn en ekki hefur orðið af brottflutningi. Í síðustu viku var honum birt ákvörðun um daglega skráningu á lögreglustöðinni við Hlemm í fjórtán daga. Um er að ræða þvingunarúrræði samkvæmt útlendingalögum sem heimilt er að beita í tilvikum þegar ætla má að útlendingur komi sér undan framkvæmd ákvörðunar eða sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að hætta geti stafað af honum. „Þeir vita vel hvar ég bý og hafa símanúmerið mitt og alla pappíra. Ég hef aldrei gert neitt af mér og hef hagað mér óaðfinnanlega. Ég skil ekki hvers vegna er komið fram við mig eins og glæpamann Hver er tilgangurinn?“ spyr Mahad. „Ég er nú þegar að niðurlotum kominn andlega eftir allt sem gengið hefur á og nú er enn verið að niðurlægja mig og brjóta mig niður. Það getur ekki verið í samræmi við mannréttindi mín. Mér líður ekki lengur eins og lifandi manneskju,“ segir Mahad og upplifir að það sé verið að spila með sig.„Mér er gert að mæta á stöðina alla daga. Ég mætti á stöðina síðastliðinn laugardag. Þá var enginn við. Allt læst og enginn kom til dyra. Ég hringdi í lögregluna og var sagt að enginn væri við og ég skyldi bara koma á mánudaginn.“ Mahad flúði frá Sómalíu til Noregs 14 ára gamall. Hann fékk ríkisborgararétt þar í landi, menntaði sig og fór að vinna við lífeindafræði og greiningar á Ullevall-sjúkrahúsinu. Hann var sviptur ríkisborgararétti í kjölfar ábendingar um að hann kæmi ekki frá Sómalíu heldur nágrannaríkinu Djíbútí. Mál hans vakti mikla athygli í Noregi þegar það kom upp. Forseti sómalíska þingsins fullyrti í viðtali við norska fjölmiðla að Mahad væri Sómali og yfirlýsinga var aflað frá Djíbútí um að hann væri alls ekki þaðan. Sendiherra Sómalíu í Evrópu lét hafa eftir sér að Norðmenn sýndu Sómalíu virðingarleysi með því að taka skjöl Sómala ekki trúanleg. Mahad missti allt í kjölfarið og mældi göturnar í Noregi en óvissa ríkti um hvert ætti að senda hann vegna viðbragða ríkjanna tveggja; Djíbútí og Sómalíu. Hann furðar sig á því að norsk stjórnvöld vilji nú ólm fá hann sendan til baka enda hafi honum verið vísað úr landi þar. „Það er skiljanlegt að Íslendingar hafi farið frá Noregi fyrr á öldum. Það er eitthvað að þessu ríki,“ segir Mahad og kvíðir því sem tekur við í Noregi. Málarekstri hans er heldur ekki lokið hér á landi enda telur Mahad að hans mál eigi alls ekki að ákvarðast af Dyflinnarreglugerðinni þar sem hún var ekki í gildi þegar hann flúði til Noregs á sínum tíma. Þess vegna verði að taka mál hans til efnismeðferðar hér á landi en ekki vísa honum beint til Noregs. Málareksturinn frestar þó ekki réttaráhrifum brottvísunarinnar og mun lögmaður Mahads reka málið í hans fjarveru.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. 31. október 2017 08:36 Sagður vera njósnari Mahad Mahamud var sviptur ríkisborgararétti í Noregi eftir að hafa búið þar í landi frá unglingsárum. 10. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. 31. október 2017 08:36
Sagður vera njósnari Mahad Mahamud var sviptur ríkisborgararétti í Noregi eftir að hafa búið þar í landi frá unglingsárum. 10. febrúar 2018 10:00