Svona virkar Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 16:00 Riðlarnir í A-deildinni. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira