Stelpurnar slá áhorfendametið á móti Þýskalandi á laugardaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. ágúst 2018 13:21 Stelpurnar fagna vonandi fyrir framan fullan völl. Vísir/Getty Það virðist ekkert sem kemur í veg fyrir að nýtt áhorfendamet verði slegið á kvennalandsleik þegar að stelpurnar okkar mæta tvöföldum heimsmeisturum og áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Með sigri í leiknum tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM í Frakklandi í fyrsta sinn í sögunni en með jafntefli stendur farseðillinn enn þá til boða í leiknum á móti Tékklandi annan þriðjudag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, tjáði Vísi í morgun að búið væri að selja 7.500 miða og því væru tæplega 2.500 miðar eftir. Áhorfendametið stendur í 7.521 en það var sett þegar að stórlið Brasilíu spilaði vináttuleik hér á landi í fyrra. Enn þá eru sex dagar í leik og má reikna með að fleiri miðar verði seldir í aðdraganda leiksins. Markmiðið er að fylla völlinn sem tekur tæplega 10.000 manns í sæti. Í fyrsta sinn er selt í númeruð sæti á kvennalandsleik og eru flestir miðar eftir í endahólfunum, en miða á versla á tix.is. Þjóðverjar hafa beðið um 100 miða fyrir áhorfendur sína sem eru tölvert fleiri miðar en gestaliðin biðja vanalega um. Þá er von á 70 þýskum sjónvarpsmönnum sem munu gera leiknum skil fyrir sitt fólk en Stöð 2 Sport sýnir leikinn beint á laugardaginn og hefst upphitun klukkan 14.00. Leikurinn hefst klukkan 14.55. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Það virðist ekkert sem kemur í veg fyrir að nýtt áhorfendamet verði slegið á kvennalandsleik þegar að stelpurnar okkar mæta tvöföldum heimsmeisturum og áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands í undankeppni HM 2019 á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Með sigri í leiknum tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM í Frakklandi í fyrsta sinn í sögunni en með jafntefli stendur farseðillinn enn þá til boða í leiknum á móti Tékklandi annan þriðjudag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, tjáði Vísi í morgun að búið væri að selja 7.500 miða og því væru tæplega 2.500 miðar eftir. Áhorfendametið stendur í 7.521 en það var sett þegar að stórlið Brasilíu spilaði vináttuleik hér á landi í fyrra. Enn þá eru sex dagar í leik og má reikna með að fleiri miðar verði seldir í aðdraganda leiksins. Markmiðið er að fylla völlinn sem tekur tæplega 10.000 manns í sæti. Í fyrsta sinn er selt í númeruð sæti á kvennalandsleik og eru flestir miðar eftir í endahólfunum, en miða á versla á tix.is. Þjóðverjar hafa beðið um 100 miða fyrir áhorfendur sína sem eru tölvert fleiri miðar en gestaliðin biðja vanalega um. Þá er von á 70 þýskum sjónvarpsmönnum sem munu gera leiknum skil fyrir sitt fólk en Stöð 2 Sport sýnir leikinn beint á laugardaginn og hefst upphitun klukkan 14.00. Leikurinn hefst klukkan 14.55.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir „Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
„Ekki bara þeirra draumur, heldur okkar allra“ Ein stærsta goðsögnin í íslenskum kvennafótbolta frá upphafi bendir formanni KSÍ í góðu á eina staðreynd varðandi markmiðið að fylla Laugardalsvöllinn í hinum gríðarlega mikilvæga leik á móti Þýskalandi á laugardaginn kemur. 27. ágúst 2018 11:30