Telja sig hafa handtekið morðingja Nicky Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:52 Nicky Verstappen var myrtur árið 1998. HOLLENSKA LÖGREGLAN Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra. Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra.
Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46