Smíðar lírukassa og orgel í bílskúr í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2018 21:00 Jóhann Gunnarsson, áttatíu og þriggja ára íbúi í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði hljóðfæra því hann hefur smíðað orgel og tvo lírukassa í bílskúrnum hjá sér við Bjarkarheiði 12 þar sem hann eyðir miklum tíma í í smíða allskonar hljóðfæri. Lírukassarnir tveir sem hann hefur smíðað eru byggðir upp eins og pípuorgel en í stað þess að spilari spili á orgelið er því stýrt með sveif eða öðru sem smiðurinn velur. Jóhann smíðaði fallegt orgel fyrir nokkrum árum. En getur hann spilað á orgelið? „Nei, ég kann ekkert að spila, það er nú meinið, en ég fæ fólk sem kann að spila og kemur til mín til að spila á orgelið“, segir Jóhann hlæjandi. Hér er Jóhann við nýjast lírukassann sem hann er að ljúka við að smíða.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Jóhann segir fátt skemmtilegra en hljóðfærasmíði inn í bílskúr. „Þetta gefur mér mikið því það er svo gott að gríða í smíðina, þetta er fullt af smáhlutum. Maður tekur bara nokkra hluti í einu og svo setur maður þetta saman þegar allt er komið. Þetta er bara virkilega þægilegt og gaman“. Þá er það nýjasti lírukassinn sem Jóhann er að klára að smíða. „Hann er verulega stærri og þyngri en hinn en líka með tuttugu nótum og spilar sama tónsvið. Það spilar ekki af pappírsræmum heldur af litlu sd spjaldi sem ég get komið á óhemju af músík ef ég vildi“, segir Jóhann um leið og hann leyfir okkur að heyra í nýju græjunni. Handverk Hveragerði Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Jóhann Gunnarsson, áttatíu og þriggja ára íbúi í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði hljóðfæra því hann hefur smíðað orgel og tvo lírukassa í bílskúrnum hjá sér við Bjarkarheiði 12 þar sem hann eyðir miklum tíma í í smíða allskonar hljóðfæri. Lírukassarnir tveir sem hann hefur smíðað eru byggðir upp eins og pípuorgel en í stað þess að spilari spili á orgelið er því stýrt með sveif eða öðru sem smiðurinn velur. Jóhann smíðaði fallegt orgel fyrir nokkrum árum. En getur hann spilað á orgelið? „Nei, ég kann ekkert að spila, það er nú meinið, en ég fæ fólk sem kann að spila og kemur til mín til að spila á orgelið“, segir Jóhann hlæjandi. Hér er Jóhann við nýjast lírukassann sem hann er að ljúka við að smíða.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Jóhann segir fátt skemmtilegra en hljóðfærasmíði inn í bílskúr. „Þetta gefur mér mikið því það er svo gott að gríða í smíðina, þetta er fullt af smáhlutum. Maður tekur bara nokkra hluti í einu og svo setur maður þetta saman þegar allt er komið. Þetta er bara virkilega þægilegt og gaman“. Þá er það nýjasti lírukassinn sem Jóhann er að klára að smíða. „Hann er verulega stærri og þyngri en hinn en líka með tuttugu nótum og spilar sama tónsvið. Það spilar ekki af pappírsræmum heldur af litlu sd spjaldi sem ég get komið á óhemju af músík ef ég vildi“, segir Jóhann um leið og hann leyfir okkur að heyra í nýju græjunni.
Handverk Hveragerði Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira