Bolti í verðlaun til björgunarsveitarhunda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2018 19:00 Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við. Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Hundarnir Líf, Kjarkur, Skarpur, Skutull, Sara og Syrpa eiga það sameiginlegt að vera allir leitarhundar hjá björgunarsveitum. Hundarnir hafa eytt síðustu fjórum dögum með eigendum sínum og erlendum gestum þar sem víðavangsleitir hafa meðal annars verið æfðar. Björgunarhundasveit Íslands hefur staðið fyrir námstefnu á Skógum undir Eyjafjöllum síðustu daga um víðavangsleit með hundum. Verkefnið er hluti að Erasmus+ verkefni en auk fulltrúa frá Íslandi tóku fulltrúar frá systursamtökunum í Noregi, Englandi, Svíþjóð og Möltu þátt í námstefnunni. Í dag var komið að verklega þættinum sem fór fram við bæinn Sólheimahjáleigu skammt frá Sólheimajökli. „Hundarnir fara yfir svæði og nota nefið til að taka lykt af hinum týnda og strax og þeir eru komnir með lyktina þá rekja þeir sig að viðkomandi. Síðan höfum við tvær aðferðir til að þeir geti látið okkur vita, annars vegar erum við með bitkubb sem við setjum utan um hálsinn á hundunum, sem þeir taka upp í sig og bera til okkar og hins vegar koma þeir til okkar og gelta“, segir Ingimundur Magnússon formaður Björgunarhundasveitar Íslands Um 20 starfandi björgunarsveitarhundar eru í landinu í dag og einhverjir eru í þjálfun til að ná þeim réttindum. Erlendu gestir námstefnunnar voru mjög ánægðir með dagana á Skógum. Fréttamaður fékk að taka þátt í verklegum æfingunum með því að fela sig út í móa. Það tók tíkina Líf ekki nema örskotsstund að þefa sig að fundarstaðnum og láta síðan eigandann sinn vita að maður væri fundinn. „Líf er búin að hlaupa nokkra kílómetra við að leita af fóki, hún er orðin sjö ára og hefur því reynslu. Ég sendi hana af stað og bað hana að finna mann, aðstæður voru reyndar mjög góðar því það var töluverður vindur, hún fann þig nánast strax,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi Lífar og hundabjörgunarsveitarmaður í samtali við fréttamann. Sem þökk fyrir fundin fékk líf bolta í kjaftinn til að leika sér við en það eru verðlaun sem leitarhundar fá fyrir vel unnin störf. „Það snýst allt um boltann,“ bætir Guðrún Katrín hlæjandi við.
Dýr Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira