Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 14:47 Sebastian Vettel stóð uppi sem sigurvegari. getty Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. Það var mikil dramatík strax í upphafi. Nico Hulkenberg náði ekki að bremsa fyrir fyrstu beygjuna, negldi bíl sínum aftan á Fernando Alonso sem flaug yfir pakkann og tók Charles Leclerc út. Mikil læti og dramatík og Leclerc má þakka nýju „geislabaugunum“ sem voru settir á bílana fyrir þetta tímabil fyrir að hann sé á lífi. Bíll Alonso skall á geislabaugnum og hefði annars farið beint í höfuð Leclerc.Lap 1/44: Chaos at the start - Leclerc, Alonso and Hulkenberg out #BelgianGP #F1pic.twitter.com/ZKu2RlVrLK — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Kimi Raikkonen hvellsprengdi dekk og drógst lang á eftir keppinautum sínum þar sem brautin er löng og hann komst ekki inn á þjónustusvæðið strax. Bíll hans skemmdist einnig eitthvað í látunum og hann þurfti að hætta eftir 7 hringi. Red Bull bíll Daniel Ricciardo stórskemmdist og hann þurfti að hætta. Starfsmenn Red Bull náðu að laga bílinn aðeins og sendu Ricciardo aftur út í brautina nokkrum hringjum seinna. Hann kláraði hins vegar ekki keppni og hætti eftir 28 hringi. Hamilton byrjaði á ráspól en Vettel náði að fara fram úr honum strax á fyrsta hring áður en öryggisbíllinn var settur út á brautina. Eftir það átti Vettel nokkuð rólegan dag í forystunni. Hamilton reyndi aðeins að sækja á hann en Vettel réð við öll áhlaup Bretans. Hamilton er nú aðeins með 17 stiga forskot á Vettel í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.BREAKING: Sebastian Vettel wins the #BelgianGP - his third win at Spa, his fifth this season, and the 52nd of his career #F1 pic.twitter.com/AY0nmkP3A5 — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Formúla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. Það var mikil dramatík strax í upphafi. Nico Hulkenberg náði ekki að bremsa fyrir fyrstu beygjuna, negldi bíl sínum aftan á Fernando Alonso sem flaug yfir pakkann og tók Charles Leclerc út. Mikil læti og dramatík og Leclerc má þakka nýju „geislabaugunum“ sem voru settir á bílana fyrir þetta tímabil fyrir að hann sé á lífi. Bíll Alonso skall á geislabaugnum og hefði annars farið beint í höfuð Leclerc.Lap 1/44: Chaos at the start - Leclerc, Alonso and Hulkenberg out #BelgianGP #F1pic.twitter.com/ZKu2RlVrLK — Formula 1 (@F1) August 26, 2018 Kimi Raikkonen hvellsprengdi dekk og drógst lang á eftir keppinautum sínum þar sem brautin er löng og hann komst ekki inn á þjónustusvæðið strax. Bíll hans skemmdist einnig eitthvað í látunum og hann þurfti að hætta eftir 7 hringi. Red Bull bíll Daniel Ricciardo stórskemmdist og hann þurfti að hætta. Starfsmenn Red Bull náðu að laga bílinn aðeins og sendu Ricciardo aftur út í brautina nokkrum hringjum seinna. Hann kláraði hins vegar ekki keppni og hætti eftir 28 hringi. Hamilton byrjaði á ráspól en Vettel náði að fara fram úr honum strax á fyrsta hring áður en öryggisbíllinn var settur út á brautina. Eftir það átti Vettel nokkuð rólegan dag í forystunni. Hamilton reyndi aðeins að sækja á hann en Vettel réð við öll áhlaup Bretans. Hamilton er nú aðeins með 17 stiga forskot á Vettel í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.BREAKING: Sebastian Vettel wins the #BelgianGP - his third win at Spa, his fifth this season, and the 52nd of his career #F1 pic.twitter.com/AY0nmkP3A5 — Formula 1 (@F1) August 26, 2018
Formúla Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira