Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðurs Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2018 20:45 Hér má sjá seinni hóp dagsins sem reyndi við Henning101 æfinguna. Aðsend Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT
CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15