Óþekkt 23 ára stelpa ein af tekjuhæstu íþróttakonum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 15:00 Pusarla Venkata Sindhu. Vísir/Getty Tenniskonur eru mjög áberandi á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims og engin vann sér inn meiri pening en bandaríska tenniskonan Serena Williams. Margir hafa hins vegar klórað sér í höfðinu yfir nafninu Pusarla Venkata Sindhu, íþróttakonunni sem þénaði meira en Charlotte Kalla, Lindsey Vonn og Sarah Sjöström á síðasta ári. Forbes tók saman lista yfir þær íþróttakonur sem unnu sér inn mestan pening á síðasta og að sjálfsögðu eru heimsþekktar íþróttakonur þar í aðalhlutverki. CNN segir frá. Tenniskonan Serena Williams er efst á listanum. Hún fékk reyndar aðeins 62 þúsund dollara í verðlaunafé þar sem hún var í barnseignafríi en á móti komu inn 18,1 milljón dollarar vegna auglýsinga- og styrktarsamninga. 18,1 milljón dollara eru tæpir tveir milljarðar í íslenskum krónum. Efstu tíu konurnar á listanum þénuðu samtals 105 milljónir dollara frá júní 2017 til júní 2018. Það er fjögur prósent lægra en í fyrra og 28 prósent lægra en frá því fyrir fimm árum. Tíu efstu karlarnir þéunuðu samtals tíu sinnum meira en efstu tíu konuranr. Tenniskonur eru í sex hæstu sætunum og þær eru einnig alls átta inn á topp tíu listanum. Kappaksturskonan Danica Patrick kemst inn á listann og svo sú sem er í sjöunda sætinu.PV Sindhu is at 7th spot on the Forbes list of highest-earning women sportspersons in the world. #PVSindhupic.twitter.com/FbmSWJdCwd — GoNews (@GoNews24x7) August 23, 2018Badminton-konan Pusarla Venkata Sindhu frá Indlandi vann sér nefnilega inn 8,5 milljónir dollara á síðasta ári eða 921 milljón í íslenskum krónum. Það þykir mönnum magnað afrek hjá 23 ára íþróttakonu sem fæstir hafa heyrt um. Hún keppir líka í badminton sem er nú ekki oft á lista yfir þær íþróttagreinar sem gefa af sér mestar tekjur. Hún fæddist í júlí 1995, varð fyrsta indverska konan til að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikum og er aðeins annar af tveimur indverskum badminton-spilurum til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum. Sindhu varð önnur á leikunum í Ríó 2016.Extraordinary journey to the riches through an unlikely sport,#PVSindhu pic.twitter.com/S6ivntOLWZ — River Wild (@Repalle_IN) August 23, 2018Vinsældir hennar í Indlandi eru að skila henni þessum gríðarlegu tekjum en hún hefur ennfremur komið íþróttagrein sinni upp í hæstu hæðir í landinu með sinni frammistöðu. Stór hlut tekna hennar koma í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga í heimalandinu. Sindhu vann silfur á síðustu tveimur heimsmeistaramótum (2017 og 2018) en gullið lætur enn bíða eftir sér á stórmótum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún safnar að sér gulli í bankanum.Tekjuhæstu íþróttakonurnar á síðasta ári: 1. Serena Williams (tennis) -- 18,1 milljón dollara 2. Caroline Wozniacki (tennis) -- 13 milljónir dollara 3. Sloane Stephens (tennis) -- 11,2 milljónir dollara 4. Garbine Muguruza (tennis) -- 11 milljónir dollara 5. Maria Sharapova (tennis) -- 10,5 milljónir dollara 6. Venus Williams (tennis) -- 10,2 milljónir dollara 7. Pusarla Venkata Sindhu (badminton) -- 8,5 milljónir dollara 8. Simona Halep (tennis) -- 7,7 milljónir dollara 9. Danica Patrick (kappakstur) -- 7,5 milljónir dollara 10. Angelique Kerber (tennis) -- 7 milljónir dollaraChallenge acceptedand planted 3 saplings now . Thank you @VVSLaxman281 for nominating me for #HarithaHaram . I’m passing the #greenchallenge to @MangteC@Suriya_offl@Samanthaprabhu2 . I hope all of you would join to make our planet greener pic.twitter.com/WXvZZDMLLn — Pvsindhu (@Pvsindhu1) August 11, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Tenniskonur eru mjög áberandi á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims og engin vann sér inn meiri pening en bandaríska tenniskonan Serena Williams. Margir hafa hins vegar klórað sér í höfðinu yfir nafninu Pusarla Venkata Sindhu, íþróttakonunni sem þénaði meira en Charlotte Kalla, Lindsey Vonn og Sarah Sjöström á síðasta ári. Forbes tók saman lista yfir þær íþróttakonur sem unnu sér inn mestan pening á síðasta og að sjálfsögðu eru heimsþekktar íþróttakonur þar í aðalhlutverki. CNN segir frá. Tenniskonan Serena Williams er efst á listanum. Hún fékk reyndar aðeins 62 þúsund dollara í verðlaunafé þar sem hún var í barnseignafríi en á móti komu inn 18,1 milljón dollarar vegna auglýsinga- og styrktarsamninga. 18,1 milljón dollara eru tæpir tveir milljarðar í íslenskum krónum. Efstu tíu konurnar á listanum þénuðu samtals 105 milljónir dollara frá júní 2017 til júní 2018. Það er fjögur prósent lægra en í fyrra og 28 prósent lægra en frá því fyrir fimm árum. Tíu efstu karlarnir þéunuðu samtals tíu sinnum meira en efstu tíu konuranr. Tenniskonur eru í sex hæstu sætunum og þær eru einnig alls átta inn á topp tíu listanum. Kappaksturskonan Danica Patrick kemst inn á listann og svo sú sem er í sjöunda sætinu.PV Sindhu is at 7th spot on the Forbes list of highest-earning women sportspersons in the world. #PVSindhupic.twitter.com/FbmSWJdCwd — GoNews (@GoNews24x7) August 23, 2018Badminton-konan Pusarla Venkata Sindhu frá Indlandi vann sér nefnilega inn 8,5 milljónir dollara á síðasta ári eða 921 milljón í íslenskum krónum. Það þykir mönnum magnað afrek hjá 23 ára íþróttakonu sem fæstir hafa heyrt um. Hún keppir líka í badminton sem er nú ekki oft á lista yfir þær íþróttagreinar sem gefa af sér mestar tekjur. Hún fæddist í júlí 1995, varð fyrsta indverska konan til að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikum og er aðeins annar af tveimur indverskum badminton-spilurum til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum. Sindhu varð önnur á leikunum í Ríó 2016.Extraordinary journey to the riches through an unlikely sport,#PVSindhu pic.twitter.com/S6ivntOLWZ — River Wild (@Repalle_IN) August 23, 2018Vinsældir hennar í Indlandi eru að skila henni þessum gríðarlegu tekjum en hún hefur ennfremur komið íþróttagrein sinni upp í hæstu hæðir í landinu með sinni frammistöðu. Stór hlut tekna hennar koma í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga í heimalandinu. Sindhu vann silfur á síðustu tveimur heimsmeistaramótum (2017 og 2018) en gullið lætur enn bíða eftir sér á stórmótum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún safnar að sér gulli í bankanum.Tekjuhæstu íþróttakonurnar á síðasta ári: 1. Serena Williams (tennis) -- 18,1 milljón dollara 2. Caroline Wozniacki (tennis) -- 13 milljónir dollara 3. Sloane Stephens (tennis) -- 11,2 milljónir dollara 4. Garbine Muguruza (tennis) -- 11 milljónir dollara 5. Maria Sharapova (tennis) -- 10,5 milljónir dollara 6. Venus Williams (tennis) -- 10,2 milljónir dollara 7. Pusarla Venkata Sindhu (badminton) -- 8,5 milljónir dollara 8. Simona Halep (tennis) -- 7,7 milljónir dollara 9. Danica Patrick (kappakstur) -- 7,5 milljónir dollara 10. Angelique Kerber (tennis) -- 7 milljónir dollaraChallenge acceptedand planted 3 saplings now . Thank you @VVSLaxman281 for nominating me for #HarithaHaram . I’m passing the #greenchallenge to @MangteC@Suriya_offl@Samanthaprabhu2 . I hope all of you would join to make our planet greener pic.twitter.com/WXvZZDMLLn — Pvsindhu (@Pvsindhu1) August 11, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira