Sjúkur í súkkulaði Sólveig Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2018 08:00 Arnar Grant. Vísir/ERnir Arnar Grant, einn þekktasti einkaþjálfari landsins, vakti ómælda athygli í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Hann þótti einna sístur til afreka en sýndi ómælda þrautseigju sem landaði honum sæti í úrslitaþættinum. Þessi einbeiting og seigla er einkennandi fyrir allt sem Arnar tekur sér fyrir hendur. Arnar kann að meta gott kaffi og því hittumst við á Kaffitári til að spjalla yfir rjúkandi bolla og ærlegum morgunmat. „Mataræði er mjög mikilvægt og ég legg áherslu á að hafa það fjölbreytt og í hæfilegum skömmtum. Einhæft fæði er ekki gott og ég er ekki mikið fyrir að taka út einhverja fæðuflokka, maður fær eitthvað gott úr öllu,“ segir hann.En er ekkert bannað? „Nei, en maður verður að læra inn á sjálfan sig og hvernig líkaminn vinnur úr matnum. Flestir þola vel sykur meðan aðrir eru sykurfíklar og lenda illa í því,“ segir hann og bætir við að sjálfur sé hann sjúkur í súkkulaði. Og hvernig fer hann að því að hemja sig? „Ég geri það bara ekki,“ svarar hann og hlær en bætir við að þó sé allt best í hófi.Hestamaður að atvinnu Arnar hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum lífið og sökkvir sér ávallt djúpt í hvert verkefni meðan það stendur yfir. Hann var til dæmis mikill hestamaður og starfaði við hestamennsku um hríð. „Ég ólst upp á hestbaki og keppti með hestamannafélaginu Létti á Akureyri en þar er ég fæddur og uppalinn,“ segir Arnar sem þótti gott að umgangast dýrin. „Maður lærir mikið af þeim. Það þarf mikið næmi til að þjálfa hesta því engir tveir eru eins og öll samskipti milli manns og hests ganga út á líkamstjáningu og næmi mannsins á persónuleika hestsins,“ lýsir Arnar sem flutti til Austurríkis árið 1994, þá 21 árs, til að vinna við þjálfun hesta en hann keppti meðal annars með austurríska landsliðinu. Hann hætti alfarið í hestamennsku um aldamótin. „Ég er dálítið þannig að ég sökkvi mér í einn hlut, klára hann og svo er það búið,“ segir hann glettinn en hann sneri heim frá Austurríki árið 1998 til að klára smíðanám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Bærinn var heldur rólegur fyrir Arnar sem hafði víkkað sjóndeildarhring sinn í útlandinu og því flutti hann að námi loknu til Reykjavíkur og var fljótlega kominn á kaf í líkamsræktina.Arnar og eiginkona hans, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, og börnin þeirra, Arna Kristín að verða sex ára og Ásgeir Örn þriggja ára.Fréttablaðið/ErnirÆfði þrettán sinnum í viku Líkamsræktaráhuginn hefur alltaf blundað í Arnari. „Ég byrjaði fimmtán ára gamall hjá Sigga Gests í ræktinni á Akureyri. Það var mjög lærdómsríkt því hann var frumkvöðull í líkamsrækt á Íslandi og var mikið að keppa í vaxtarrækt. Hjá honum lærði ég líkamsræktina frá a til ö sem gaf mér góðan grunn enda varð hröð þróun í líkamsrækt næstu árin.“ Þegar Arnar flutti til Reykjavíkur starfaði hann stuttlega við smíðar en byrjaði samhliða að keppa í fitness með góðum árangri. „Svo náði ég mér í þjálfararéttindi, byrjaði að þjálfa í WorldClass um áramótin 2001 og hef verið þar síðan.“ Inntur eftir því hvað hann æfi mikið sjálfur segir hann það smámuni miðað við það sem mest var. „Meðan ég var að keppa var ég að æfa allt að þrettán sinnum í viku og hver æfing upp í tvo tíma. Núna held ég mér við með því að æfa með viðskiptavinum mínum.“ Gerir grín að staminu Arnar og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson eru góðir vinir en þeir reka í samstarfi við aðra fyrirtæki sem framleiðir próteindrykki og næringarstykki undir nafninu Hámark og Kraftur. „ Í janúar verðum við búnir að vera á markaði í tíu ár og þetta gengur mjög vel,“ upplýsir hann. Þeir félagar gerðu skemmtilegar auglýsingar fyrir nokkrum árum sem voru uppfullar af húmor. „Við vildum ná til hóps sem ekki er að hugsa um heilsuna. Sá hópur hefur ekkert gaman af að lesa heilsugreinar eða lesa heilsuauglýsingar. Þess vegna nálguðumst við þennan hóp með húmor enda eigum við hann öll sameiginlegan.“ Ein auglýsingin byggði á kvikmyndinni King’s speech sem fjallar um málhelti Georgs Bretakonungs og samband hans við talþjálfara sinn. Í auglýsingunni er Arnar í hlutverki konungsins sem á vel við enda hefur hann lengi strítt við stam sem háir honum að einhverju leyti enn. „Þetta er kvilli sem ég vinn með og ég þarf alltaf að halda mér við. Ég er með talþjálfara, Jóhönnu Einarsdóttur, sem hefur hjálpað mér mikið og hefur aðhald á mér. Ég þarf alltaf að æfa mig og finn mikinn mun á mér eftir því hvort ég æfi mig lítið eða mikið.“Arnar og Lilja Guðmundsdóttir stóðu sig vel í þáttunum Allir geta dansað.VísirBörnin í fyrsta sæti Arnar á fjögur börn. „Þau eru það sem lífið snýst um,“ segir hann en elsti drengurinn hans, Ísak Máni, er tvítugur og býr á Akureyri. Hrafnkatla Sól, ellefu ára, býr í London og tvö yngstu börnin, Örnu Kristínu að verða sex ára og Ásgeir Örn, þriggja ára, á Arnar með eiginkonu sinni, Kristínu Hrönn Guðmundsdóttur, fimm ára stelpu og þriggja ára strák. Það er því fjör á heimilinu. „Við fjölskyldan erum alltaf saman og hlupum til dæmis í skemmtiskokkinu í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi,“ segir Arnar og er glaður yfir því hvað yngstu börnin eru virk. „Það heldur manni í formi að hlaupa á eftir þeim. En ég er þakklátur fyrir að þau skuli vera svona aktív því þeir sem eru aktívir sjá yfirleitt meira af heiminum.“ Þau Kristín kynntust sumarið 2010 og giftu sig fjórum árum síðar. Með tvö lítil börn er oft lítill frítími fyrir par að eiga gæðastundir en Arnar segir þau hjónin spila mikið golf saman. „Tengdaforeldrarnir spila líka golf og hafa því mikinn skilning á því að við fáum tíma til að spila og passa börnin á meðan.“Klunnalegur og stífur Arnar vakti athygli í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Þar sýndi hann að gera megi kraftaverk með þrotlausri þjálfun. „Mig hefur alltaf langað til að kunna að dansa og þarna fékk ég tækifæri til að kafa djúpt í dansinn með aðstoð atvinnudansara, það var ekki hægt að segja nei við því.“ Hann segir upplifunina bæði hafa verið skemmtilegri og erfiðari en hann bjóst við. „Það var flókið að muna öll sporin á svona stuttum tíma. Við fengum bara viku til að semja og æfa nýjan dans,“ segir Arnar sem dansaði við Lilju Guðmundsdóttur en þau náðu vel saman. „Ég held að við séum svipaðir þjálfarar, hún er mjög nákvæm og veit mikið, rosalega hugmyndarík og góður danshöfundur. Það var mikill agi á æfingum, við vorum alltaf mætt á mínútunni. Enda sáum við strax eftir fyrsta þátt að við byrjuðum ekki á sama stað og aðrir enda var ég bæði klunnalegur og stífur. Við þurftum því að halda vel á spöðunum til að haldast inni í þáttunum,“ segir Arnar. Hann telur sig hafa lært margt á þessum vikum. „Ég lærði til dæmis mikið um hreyfitækni og takt,“ segir Arnar sem hefur þó ekki stigið dans frá lokum þáttanna. „Mig langar að dansa meira. Við Kristín höfum rætt það lítillega að dansa saman en verðum að sjá hvaða tíma við höfum.“ Kraftur í Bergþóri Keppendur og þjálfarar þáttanna náðu vel saman. „Við vorum mikið saman og urðum nánari eftir því sem leið á þættina. Þetta var frábær hópur þó við værum öll ólík,“ segir Arnar sem í kjölfar þáttanna fór að þjálfa mótherja sinn Bergþór Pálsson. „Það er gaman að vinna með Bergþóri því hann hefur rosalegan kraft í sér til að verða betri og njóta lífsins líka. Bergþór er einstakur persónuleiki sem gefur gríðarlega mikið af sér. Þegar hann kom fyrst í þættina var hann allur ómögulegur og með tak í bakinu. Hann hefur aldrei litið betur út en hann gerir í dag.“ Alltaf í fríi Arnar er nú staddur í Tékklandi þar sem hann þjálfar á heilsuhóteli í Karlovy Vary. „Ég fer annað slagið út að þjálfa,“ segir Arnar og blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort hann nýti þetta líka sem frí fyrir sjálfan sig. „Mér finnst ég nú bara alltaf vera í fríi. Ég mæti bara, hitti metnaðarfullt og skemmtilegt fólk, leiðbeini og ráðlegg sem ég elska að gera. Ég lít eiginlega ekki á þjálfunina sem vinnu heldur áhugamál.“ Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Arnar Grant, einn þekktasti einkaþjálfari landsins, vakti ómælda athygli í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Hann þótti einna sístur til afreka en sýndi ómælda þrautseigju sem landaði honum sæti í úrslitaþættinum. Þessi einbeiting og seigla er einkennandi fyrir allt sem Arnar tekur sér fyrir hendur. Arnar kann að meta gott kaffi og því hittumst við á Kaffitári til að spjalla yfir rjúkandi bolla og ærlegum morgunmat. „Mataræði er mjög mikilvægt og ég legg áherslu á að hafa það fjölbreytt og í hæfilegum skömmtum. Einhæft fæði er ekki gott og ég er ekki mikið fyrir að taka út einhverja fæðuflokka, maður fær eitthvað gott úr öllu,“ segir hann.En er ekkert bannað? „Nei, en maður verður að læra inn á sjálfan sig og hvernig líkaminn vinnur úr matnum. Flestir þola vel sykur meðan aðrir eru sykurfíklar og lenda illa í því,“ segir hann og bætir við að sjálfur sé hann sjúkur í súkkulaði. Og hvernig fer hann að því að hemja sig? „Ég geri það bara ekki,“ svarar hann og hlær en bætir við að þó sé allt best í hófi.Hestamaður að atvinnu Arnar hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum lífið og sökkvir sér ávallt djúpt í hvert verkefni meðan það stendur yfir. Hann var til dæmis mikill hestamaður og starfaði við hestamennsku um hríð. „Ég ólst upp á hestbaki og keppti með hestamannafélaginu Létti á Akureyri en þar er ég fæddur og uppalinn,“ segir Arnar sem þótti gott að umgangast dýrin. „Maður lærir mikið af þeim. Það þarf mikið næmi til að þjálfa hesta því engir tveir eru eins og öll samskipti milli manns og hests ganga út á líkamstjáningu og næmi mannsins á persónuleika hestsins,“ lýsir Arnar sem flutti til Austurríkis árið 1994, þá 21 árs, til að vinna við þjálfun hesta en hann keppti meðal annars með austurríska landsliðinu. Hann hætti alfarið í hestamennsku um aldamótin. „Ég er dálítið þannig að ég sökkvi mér í einn hlut, klára hann og svo er það búið,“ segir hann glettinn en hann sneri heim frá Austurríki árið 1998 til að klára smíðanám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Bærinn var heldur rólegur fyrir Arnar sem hafði víkkað sjóndeildarhring sinn í útlandinu og því flutti hann að námi loknu til Reykjavíkur og var fljótlega kominn á kaf í líkamsræktina.Arnar og eiginkona hans, Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, og börnin þeirra, Arna Kristín að verða sex ára og Ásgeir Örn þriggja ára.Fréttablaðið/ErnirÆfði þrettán sinnum í viku Líkamsræktaráhuginn hefur alltaf blundað í Arnari. „Ég byrjaði fimmtán ára gamall hjá Sigga Gests í ræktinni á Akureyri. Það var mjög lærdómsríkt því hann var frumkvöðull í líkamsrækt á Íslandi og var mikið að keppa í vaxtarrækt. Hjá honum lærði ég líkamsræktina frá a til ö sem gaf mér góðan grunn enda varð hröð þróun í líkamsrækt næstu árin.“ Þegar Arnar flutti til Reykjavíkur starfaði hann stuttlega við smíðar en byrjaði samhliða að keppa í fitness með góðum árangri. „Svo náði ég mér í þjálfararéttindi, byrjaði að þjálfa í WorldClass um áramótin 2001 og hef verið þar síðan.“ Inntur eftir því hvað hann æfi mikið sjálfur segir hann það smámuni miðað við það sem mest var. „Meðan ég var að keppa var ég að æfa allt að þrettán sinnum í viku og hver æfing upp í tvo tíma. Núna held ég mér við með því að æfa með viðskiptavinum mínum.“ Gerir grín að staminu Arnar og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson eru góðir vinir en þeir reka í samstarfi við aðra fyrirtæki sem framleiðir próteindrykki og næringarstykki undir nafninu Hámark og Kraftur. „ Í janúar verðum við búnir að vera á markaði í tíu ár og þetta gengur mjög vel,“ upplýsir hann. Þeir félagar gerðu skemmtilegar auglýsingar fyrir nokkrum árum sem voru uppfullar af húmor. „Við vildum ná til hóps sem ekki er að hugsa um heilsuna. Sá hópur hefur ekkert gaman af að lesa heilsugreinar eða lesa heilsuauglýsingar. Þess vegna nálguðumst við þennan hóp með húmor enda eigum við hann öll sameiginlegan.“ Ein auglýsingin byggði á kvikmyndinni King’s speech sem fjallar um málhelti Georgs Bretakonungs og samband hans við talþjálfara sinn. Í auglýsingunni er Arnar í hlutverki konungsins sem á vel við enda hefur hann lengi strítt við stam sem háir honum að einhverju leyti enn. „Þetta er kvilli sem ég vinn með og ég þarf alltaf að halda mér við. Ég er með talþjálfara, Jóhönnu Einarsdóttur, sem hefur hjálpað mér mikið og hefur aðhald á mér. Ég þarf alltaf að æfa mig og finn mikinn mun á mér eftir því hvort ég æfi mig lítið eða mikið.“Arnar og Lilja Guðmundsdóttir stóðu sig vel í þáttunum Allir geta dansað.VísirBörnin í fyrsta sæti Arnar á fjögur börn. „Þau eru það sem lífið snýst um,“ segir hann en elsti drengurinn hans, Ísak Máni, er tvítugur og býr á Akureyri. Hrafnkatla Sól, ellefu ára, býr í London og tvö yngstu börnin, Örnu Kristínu að verða sex ára og Ásgeir Örn, þriggja ára, á Arnar með eiginkonu sinni, Kristínu Hrönn Guðmundsdóttur, fimm ára stelpu og þriggja ára strák. Það er því fjör á heimilinu. „Við fjölskyldan erum alltaf saman og hlupum til dæmis í skemmtiskokkinu í Reykjavíkurmaraþoninu um síðustu helgi,“ segir Arnar og er glaður yfir því hvað yngstu börnin eru virk. „Það heldur manni í formi að hlaupa á eftir þeim. En ég er þakklátur fyrir að þau skuli vera svona aktív því þeir sem eru aktívir sjá yfirleitt meira af heiminum.“ Þau Kristín kynntust sumarið 2010 og giftu sig fjórum árum síðar. Með tvö lítil börn er oft lítill frítími fyrir par að eiga gæðastundir en Arnar segir þau hjónin spila mikið golf saman. „Tengdaforeldrarnir spila líka golf og hafa því mikinn skilning á því að við fáum tíma til að spila og passa börnin á meðan.“Klunnalegur og stífur Arnar vakti athygli í þáttunum Allir geta dansað sem sýndir voru á Stöð 2 síðastliðinn vetur. Þar sýndi hann að gera megi kraftaverk með þrotlausri þjálfun. „Mig hefur alltaf langað til að kunna að dansa og þarna fékk ég tækifæri til að kafa djúpt í dansinn með aðstoð atvinnudansara, það var ekki hægt að segja nei við því.“ Hann segir upplifunina bæði hafa verið skemmtilegri og erfiðari en hann bjóst við. „Það var flókið að muna öll sporin á svona stuttum tíma. Við fengum bara viku til að semja og æfa nýjan dans,“ segir Arnar sem dansaði við Lilju Guðmundsdóttur en þau náðu vel saman. „Ég held að við séum svipaðir þjálfarar, hún er mjög nákvæm og veit mikið, rosalega hugmyndarík og góður danshöfundur. Það var mikill agi á æfingum, við vorum alltaf mætt á mínútunni. Enda sáum við strax eftir fyrsta þátt að við byrjuðum ekki á sama stað og aðrir enda var ég bæði klunnalegur og stífur. Við þurftum því að halda vel á spöðunum til að haldast inni í þáttunum,“ segir Arnar. Hann telur sig hafa lært margt á þessum vikum. „Ég lærði til dæmis mikið um hreyfitækni og takt,“ segir Arnar sem hefur þó ekki stigið dans frá lokum þáttanna. „Mig langar að dansa meira. Við Kristín höfum rætt það lítillega að dansa saman en verðum að sjá hvaða tíma við höfum.“ Kraftur í Bergþóri Keppendur og þjálfarar þáttanna náðu vel saman. „Við vorum mikið saman og urðum nánari eftir því sem leið á þættina. Þetta var frábær hópur þó við værum öll ólík,“ segir Arnar sem í kjölfar þáttanna fór að þjálfa mótherja sinn Bergþór Pálsson. „Það er gaman að vinna með Bergþóri því hann hefur rosalegan kraft í sér til að verða betri og njóta lífsins líka. Bergþór er einstakur persónuleiki sem gefur gríðarlega mikið af sér. Þegar hann kom fyrst í þættina var hann allur ómögulegur og með tak í bakinu. Hann hefur aldrei litið betur út en hann gerir í dag.“ Alltaf í fríi Arnar er nú staddur í Tékklandi þar sem hann þjálfar á heilsuhóteli í Karlovy Vary. „Ég fer annað slagið út að þjálfa,“ segir Arnar og blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort hann nýti þetta líka sem frí fyrir sjálfan sig. „Mér finnst ég nú bara alltaf vera í fríi. Ég mæti bara, hitti metnaðarfullt og skemmtilegt fólk, leiðbeini og ráðlegg sem ég elska að gera. Ég lít eiginlega ekki á þjálfunina sem vinnu heldur áhugamál.“
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira