Heiðursgestur RIFF stundaði Studio 54 Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Jonas Mekas leikstjóri mætir sprækur til leiks á RIFF í ár. NordicPhotos/Getty Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 15. sinn dagana 27. september til 7. október. Þemað í ár eru Eystrasaltslöndin og verður heiðursgestur hátíðarinnar í ár leikstjórinn Jonas Mekas frá Litháen. „Eystrasaltslöndin halda upp á 100 ára sjálfstæðisafmæli sitt í ár og er það hluti af ástæðunni fyrir því að þau urðu fyrir valinu í ár, en þema hátíðarinnar er alltaf eitthvert land. Kvikmyndagerð á þessum slóðum hefur ef til vill ekki verið sinnt nóg en þau hafa þó verið að gera góða hluti,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarstjóri RIFF. „Við fáum til okkar þekktar kanónur úr kvikmyndagerð og þar á meðal Jonas Mekas sem hefur verið kallaður guðfaðir framúrstefnukvikmyndagerðar. Hann var aðaltöffarinn á sínum tíma og voru til dæmis bestu vinir hans Andy Warhol, John Lennon og Yoko Ono og einnig Salvador Dali. Hann var einn af þessum sem stunduðu Studio 54.“Börkur GunnarssonMekas flúði heimaland sitt í seinni heimsstyrjöldinni og eftir langt ferðalag endaði hann í Bandaríkjunum, tæplega tvítugur. „Hann keypti sína fyrstu vél árið 1949, 16 mm vél. Það var enginn að gera neitt annað en línulega sögu á þessum tíma og reyna að komast í Hollywood. Hann fór hins vegar að gera avant-garde myndir og heillaði meðal annars Warhol og fleiri. Hann verður svo ákveðin hetja í þessum hópi listamanna og fara þeir að drekka saman og skapa eitthvað á meðan,“ segir Börkur og hlær. „Það verður áhugavert að fá hann hingað til landsins.“ Mekas hefur marga fjöruna sopið enda 95 ára gamall á árinu. Ferill hans hefur verið viðburðaríkur og eru myndir hans margvíslegar. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gera svokallaðar „dagbókarmyndir“ sem samanstanda af myndskeiðum úr hversdagslífi hans. Þá gerði Mekas myndina Andvökunætur sem kom út 2011 þar sem Björk Guðmundsdóttir fór með hlutverk en myndin er innblásin af sögunni um 1001 nótt. Einnig kemur hingað til lands leikstjórinn og handritshöfundurinn Laila Pakalnina. Hún er fædd í Lettlandi og hefur fyrst og fremst einblínt á heimildarmyndaformið. „Pakalnina er ofboðslega vandaður leikstjóri og hefur alveg sérstakt lag á að segja stórar og margræðar sögur.“ RIFF fer alfarið fram í Bíói Paradís í ár. „Það er fínt því þarna erum við á sama stað allan tímann og margir salir í notkun í einu,“ segir Börkur. Miðasala á klippikortum og hátíðarpössum er hafin á riff.is en formleg miðasala hefst í byrjun september. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 15. sinn dagana 27. september til 7. október. Þemað í ár eru Eystrasaltslöndin og verður heiðursgestur hátíðarinnar í ár leikstjórinn Jonas Mekas frá Litháen. „Eystrasaltslöndin halda upp á 100 ára sjálfstæðisafmæli sitt í ár og er það hluti af ástæðunni fyrir því að þau urðu fyrir valinu í ár, en þema hátíðarinnar er alltaf eitthvert land. Kvikmyndagerð á þessum slóðum hefur ef til vill ekki verið sinnt nóg en þau hafa þó verið að gera góða hluti,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarstjóri RIFF. „Við fáum til okkar þekktar kanónur úr kvikmyndagerð og þar á meðal Jonas Mekas sem hefur verið kallaður guðfaðir framúrstefnukvikmyndagerðar. Hann var aðaltöffarinn á sínum tíma og voru til dæmis bestu vinir hans Andy Warhol, John Lennon og Yoko Ono og einnig Salvador Dali. Hann var einn af þessum sem stunduðu Studio 54.“Börkur GunnarssonMekas flúði heimaland sitt í seinni heimsstyrjöldinni og eftir langt ferðalag endaði hann í Bandaríkjunum, tæplega tvítugur. „Hann keypti sína fyrstu vél árið 1949, 16 mm vél. Það var enginn að gera neitt annað en línulega sögu á þessum tíma og reyna að komast í Hollywood. Hann fór hins vegar að gera avant-garde myndir og heillaði meðal annars Warhol og fleiri. Hann verður svo ákveðin hetja í þessum hópi listamanna og fara þeir að drekka saman og skapa eitthvað á meðan,“ segir Börkur og hlær. „Það verður áhugavert að fá hann hingað til landsins.“ Mekas hefur marga fjöruna sopið enda 95 ára gamall á árinu. Ferill hans hefur verið viðburðaríkur og eru myndir hans margvíslegar. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gera svokallaðar „dagbókarmyndir“ sem samanstanda af myndskeiðum úr hversdagslífi hans. Þá gerði Mekas myndina Andvökunætur sem kom út 2011 þar sem Björk Guðmundsdóttir fór með hlutverk en myndin er innblásin af sögunni um 1001 nótt. Einnig kemur hingað til lands leikstjórinn og handritshöfundurinn Laila Pakalnina. Hún er fædd í Lettlandi og hefur fyrst og fremst einblínt á heimildarmyndaformið. „Pakalnina er ofboðslega vandaður leikstjóri og hefur alveg sérstakt lag á að segja stórar og margræðar sögur.“ RIFF fer alfarið fram í Bíói Paradís í ár. „Það er fínt því þarna erum við á sama stað allan tímann og margir salir í notkun í einu,“ segir Börkur. Miðasala á klippikortum og hátíðarpössum er hafin á riff.is en formleg miðasala hefst í byrjun september.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira