Enn ekki vitað hvenær 128 börn komast inn á leikskóla í Rekjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2018 19:15 Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að taka inn hundrað tuttugu og átta börn í leikskóla í Reykjavík vegna mönnunar vanda. Öll börn á leikskólaaldri, sem eru á biðlista, fá pláss takist að ráða í öll stöðugildi. Flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur höfðu háleit markið um stefnu í skóla- og frístundamálum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en allir lofuðu þeir hærri launum, minna álagi og fleiri leikskólum svo fátt eitt sé nefnt. Píratar gengu lengra í sínum loforðum en aðrir og vildu að barni sem ekki hefur verið úthlutað leikskólaplássi fái greiðslur heim sem samsvari niðurgreiðslu borgarinnar, sem eru um 140 þúsund krónur á mánuði, þar til borgin hefur útvegað pláss. Þegar nýtt meirihluta samstarf var kynnt 12. júní síðastliðinn kom fram í stefnu flokkanna í Skóla- og frístundamálum að bæta ætti starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum með því að bæta kjör starfsfólks, stytta vinnuvikuna, minnka álag, draga úr skriffinnsku og auka faglegt frelsi fólks. Í mars tilkynntu borgaryfirvöld víðtækar aðgerðir í leikskólamálum fyrir haustið. Þar kom fram að fjölga ætti ungbarnadeildum um helming strax í haust, leikskólaplássum yrði fjölgað um allt að 800 og nýir leikskólar yrðu byggðir. Bil milli fæðingaorlofs og leikskóla yrði brúað og aukið verulega við fjárveitingar. Eitt af því sem einkennt hefur störf leikskólanna er mönnunarvandi og um hann var fjallað meðal annars á fundi Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í dag. Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs ReykjavíkurborgarVísir/Baldur Hrafnkell Jónsson„Staðan er miklu betri en hún var í fyrra og reyndar betri en undanfarin tvö ár, þannig að það eru miklu fleiri börn sem komast inn á leikskólanna og þau eru yngri, þannig að það eru mjög jákvæð teikn á lofti,“ segir Skúli Helgason, formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Óvíst hvenær 128 börn komast inn.Um 1400 ný börn hafa fengið boð um leikskólapláss í haust. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundaráði var í gær búið að ráða í nær 94% stöðugilda í 62 leikskólum borgarinnar ef miðað er við heildarfjölda stöðugilda í mars 2018. Enn á eftir að ráða í tæp 62 stöðugildi og vegna þessa er óvíst hvenær hægt verður að taka 128 börn inn sem þegar eiga pláss. Eru einhver börn sem eiga eftir að sitja heima í vetur og foreldrar sem eiga eftir að lenda í vandræðum? „Við höfum alltaf verið með það kerfi að, þetta eru svona takmörkuð gæði, það eru ekki öll börn á öllum aldri sem að komast inn,“ segir Skúli. Skúli segir aðgerðaráætlunina sem kynnt var í vor virka. „Markmiðið er þetta að yngri börn á þessum aldri 12-18 mánaða að þau komist inn í skilgreindum áföngum og við náum að bæta stöðuna verulega á þessu hausti,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00 Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Allt að sex nýir leikskólar verði byggðir í Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í gær. 23. mars 2018 06:00
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11
48 leikskólar fullmannaðir 48 leikskólar af 62 á vegum Reykjavíkurborgar eru nú fullmannaðir. 28. febrúar 2018 15:27