Mesta breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2018 21:00 Stefnt er að því að óháður aðili taki við símtölum og tilkynningum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun í íþróttum og æskulýðsstarfi og komi þeim í réttan farveg. Þetta er meðal tillagna starfshóps menntamálaráðherra sem kynntar voru fyrr í dag. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna sem birtust í janúar síðastliðinn undir heitinu Jöfnum leikinn. Í tillögum starfshópsins er meðal annars talað um nauðsyn þess að til staðar séu skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá skuli fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun samræmt og unnið verði markvisst að jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Þá sé mikilvægt að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið og kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi. Óheimilt verði að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga, líkt og þegar þekkist í æskulýðslögum, grunnskólalögum og barnaverndarlögum.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmGeti leitað til óháðs aðila Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kveðst ánægð með tillögurnar og segir þær lúta að því að auka öryggi allra þeirra sem eru í íþróttum og æskulýðsstarfi. „Ein af þessum tillögum er að þarna verði sett á laggirnar embætti óháðs aðila sem þeir sem eru að stunda íþróttir geti leitað til og geti þá leiðbeint hvað sé best að gera í svona aðstæðum. Þessar tillögur koma allar frá grasrótinni, frá ÍSÍ, frá UMFÍ og er búið að rýna nokkuð vel. Menn voru sammála um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að stofna til,“ segir Lilja.Sjá einnig: Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmannaHún segir að laun þessa óháða aðila myndu greiðast af ráðuneytinu, en að það sé útfærsluatriði hvar hann yrði til húsa. Drög að frumvarpi yrðu sett í samráðsgáttina og leitast eftir ráðum hvað það varðar. Ráðherra segir ennfremur að tillögurnar muni bæta þá stöðu sem er. „Við megum samt ekki gleyma því að starfið í íþróttahreyfingunni og hjá ungmennahreyfingunum er einstaklega gott á Íslandi og öll umgjörðin tiltölulega traust. Þarna er eitthvað sem við höfum þurft að gera betur og þess vegna settum við á þennan vinnuhóp sem hefur unnið hratt og örugglega og komið með þessar tillögur og nú er það okkar að vinna það áfram.“Óskar Þór Ármannsson, formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum.Vísir/VilhelmFólk þorir að segja frá Hafdís Inga Hinriksdóttir, sem sæti átti í starfshópnum og var tilnefnd af hópi íþróttakvenna, er sömuleiðis ánægð með afrakstur vinnunnar og segist hafa tekið eftir talsverðum breytingum innan íþróttahreyfingarinnar eftir að MeToo-byltingin fór af stað.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá. Við sjáum það að sú frásögn sem kom fram á ráðstefnunni um daginn varðandi knattspyrnulandslið kvenna, ég hef trú á að MeToo-byltingin hafi ýtt undir þá vængi sem vantaði að þora að stíga fram og segja hvað gerðist og hvernig hlutirnir hafa verið.“Viljum ekki þetta misréttiHafdís Inga segist sömuleiðis hafa fundið fyrir miklum vilja hjá íþróttahreyfingunni að ráðast í breytingar. „Fólk er mjög meðvitað um það að þetta mun kosta vinnu og þetta verði erfitt til að byrja með – nýir hlutir, það er alltaf erfitt að breyta. En við finnum að það er einhugur um það að við viljum ekki hafa ofbeldi innan íþrótta. Við viljum ekki hafa þetta misrétti. Þannig að já, við finnum mun en það er mikil vinna í vændum hjá félögum, sérsamböndum og íþróttahreyfingunni almennt. Það má alltaf gera betur, en sannanlega finnum við mun,“ segir Hafdís Inga. MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir. 21. ágúst 2018 14:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Stefnt er að því að óháður aðili taki við símtölum og tilkynningum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun í íþróttum og æskulýðsstarfi og komi þeim í réttan farveg. Þetta er meðal tillagna starfshóps menntamálaráðherra sem kynntar voru fyrr í dag. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna sem birtust í janúar síðastliðinn undir heitinu Jöfnum leikinn. Í tillögum starfshópsins er meðal annars talað um nauðsyn þess að til staðar séu skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá skuli fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun samræmt og unnið verði markvisst að jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar. Þá sé mikilvægt að íþróttahreyfingin setji sér siðareglur og hegðunarviðmið og kanni bakgrunn þeirra sem koma að íþróttastarfi. Óheimilt verði að ráða til starfa einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga, líkt og þegar þekkist í æskulýðslögum, grunnskólalögum og barnaverndarlögum.Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Vísir/vilhelmGeti leitað til óháðs aðila Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra kveðst ánægð með tillögurnar og segir þær lúta að því að auka öryggi allra þeirra sem eru í íþróttum og æskulýðsstarfi. „Ein af þessum tillögum er að þarna verði sett á laggirnar embætti óháðs aðila sem þeir sem eru að stunda íþróttir geti leitað til og geti þá leiðbeint hvað sé best að gera í svona aðstæðum. Þessar tillögur koma allar frá grasrótinni, frá ÍSÍ, frá UMFÍ og er búið að rýna nokkuð vel. Menn voru sammála um að þetta væri eitthvað sem þyrfti að stofna til,“ segir Lilja.Sjá einnig: Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmannaHún segir að laun þessa óháða aðila myndu greiðast af ráðuneytinu, en að það sé útfærsluatriði hvar hann yrði til húsa. Drög að frumvarpi yrðu sett í samráðsgáttina og leitast eftir ráðum hvað það varðar. Ráðherra segir ennfremur að tillögurnar muni bæta þá stöðu sem er. „Við megum samt ekki gleyma því að starfið í íþróttahreyfingunni og hjá ungmennahreyfingunum er einstaklega gott á Íslandi og öll umgjörðin tiltölulega traust. Þarna er eitthvað sem við höfum þurft að gera betur og þess vegna settum við á þennan vinnuhóp sem hefur unnið hratt og örugglega og komið með þessar tillögur og nú er það okkar að vinna það áfram.“Óskar Þór Ármannsson, formaður starfshópsins, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hafdís Inga Hinriksdóttir sem sat í starfshópnum.Vísir/VilhelmFólk þorir að segja frá Hafdís Inga Hinriksdóttir, sem sæti átti í starfshópnum og var tilnefnd af hópi íþróttakvenna, er sömuleiðis ánægð með afrakstur vinnunnar og segist hafa tekið eftir talsverðum breytingum innan íþróttahreyfingarinnar eftir að MeToo-byltingin fór af stað.Sjá einnig: Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum „Ég myndi segja að fyrst og fremst sé breytingin sú að fólk þorir nú að segja frá. Við sjáum það að sú frásögn sem kom fram á ráðstefnunni um daginn varðandi knattspyrnulandslið kvenna, ég hef trú á að MeToo-byltingin hafi ýtt undir þá vængi sem vantaði að þora að stíga fram og segja hvað gerðist og hvernig hlutirnir hafa verið.“Viljum ekki þetta misréttiHafdís Inga segist sömuleiðis hafa fundið fyrir miklum vilja hjá íþróttahreyfingunni að ráðast í breytingar. „Fólk er mjög meðvitað um það að þetta mun kosta vinnu og þetta verði erfitt til að byrja með – nýir hlutir, það er alltaf erfitt að breyta. En við finnum að það er einhugur um það að við viljum ekki hafa ofbeldi innan íþrótta. Við viljum ekki hafa þetta misrétti. Þannig að já, við finnum mun en það er mikil vinna í vændum hjá félögum, sérsamböndum og íþróttahreyfingunni almennt. Það má alltaf gera betur, en sannanlega finnum við mun,“ segir Hafdís Inga.
MeToo Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir. 21. ágúst 2018 14:35 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Bakgrunnur þeirra sem komi að íþróttastarfi verði skoðaður Óheimilt verður að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga ef tillögur starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra vegna #metoo-yfirlýsinga íþróttakvenna ganga eftir. 21. ágúst 2018 14:35