Lögregla rannsakar ásakanir unga leikarans á hendur Argento Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 08:53 Asia Argento á Cannes-verðlaunahátíðinni í maí síðastliðnum. Vísir/getty Lögregla í Los Angeles hefur ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento til rannsóknar. Argento er ein þeirra sem leitt hefur #MeToo-hreyfinguna frá því að henni var hleypt af stokkunum í fyrra.Sjá einnig: Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrotGreint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. Bennett var 17 ára þegar hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað en Argento var 37 ára. Þá á Argento að hafa greitt Bennett nær 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um brotin. Lögreglustjórinn Darren Harris tjáði fjölmiðlum að rannsakendur muni reyna að ná tali af Bennett eða talsmönnum hans vegna ásakananna.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ gögnum málsins, sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur undir höndum, segir að Bennett haldi því fram að hann hafi stundað kynlíf með Argento í umrætt skipti. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ára. Þá segir Bennett að atvikið hafi haft neikvæð áhrif á starfsferil hans og valdið honum miklu sálrænu tjóni. Argento hefur enn ekki tjáð sig um málið en erlendir fjölmiðlar sem fjallað hafa um ásakanirnar hafa ítrekað leitað eftir viðbrögðum frá henni. Bennett hyggst hvorki tjá sig frekar um gögn málsins né atvikið sjálft fyrr en í fyrsta lagi í dag, þriðjudag. Argento og Bennett fóru með hlutverk mæðgina í kvikmyndinni The Heart Is Deceitful Above All Things árið 2004. Argento steig fram nýverið og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 1997. Hún hefur síðan verið einn helsti forsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, sem hlaut gríðarlegan meðbyr eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi. MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Lögregla í Los Angeles hefur ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur ítölsku leikkonunni Asiu Argento til rannsóknar. Argento er ein þeirra sem leitt hefur #MeToo-hreyfinguna frá því að henni var hleypt af stokkunum í fyrra.Sjá einnig: Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrotGreint var frá því í gær að bandaríski leikarinn Jimmy Bennett hefði sakað Argento um að brjóta á honum kynferðislega á hótelbergi árið 2013. Bennett var 17 ára þegar hin meintu brot eiga að hafa átt sér stað en Argento var 37 ára. Þá á Argento að hafa greitt Bennett nær 41 milljón íslenskra króna fyrir að þegja um brotin. Lögreglustjórinn Darren Harris tjáði fjölmiðlum að rannsakendur muni reyna að ná tali af Bennett eða talsmönnum hans vegna ásakananna.Asia Argento og Jimmy Bennett árið 2003. Með þeim á myndinni eru leikararnir og tvíburarnir Dylan og Cole Sprouse.Vísir/GettyÍ gögnum málsins, sem bandaríska dagblaðið New York Times hefur undir höndum, segir að Bennett haldi því fram að hann hafi stundað kynlíf með Argento í umrætt skipti. Samræðisaldur í Kaliforníu er 18 ára. Þá segir Bennett að atvikið hafi haft neikvæð áhrif á starfsferil hans og valdið honum miklu sálrænu tjóni. Argento hefur enn ekki tjáð sig um málið en erlendir fjölmiðlar sem fjallað hafa um ásakanirnar hafa ítrekað leitað eftir viðbrögðum frá henni. Bennett hyggst hvorki tjá sig frekar um gögn málsins né atvikið sjálft fyrr en í fyrsta lagi í dag, þriðjudag. Argento og Bennett fóru með hlutverk mæðgina í kvikmyndinni The Heart Is Deceitful Above All Things árið 2004. Argento steig fram nýverið og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 1997. Hún hefur síðan verið einn helsti forsprakki #MeToo-hreyfingarinnar, sem hlaut gríðarlegan meðbyr eftir að fjölmargar konur stigu fram og sökuðu Weinstein um kynferðisofbeldi.
MeToo Tengdar fréttir Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01 „Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Argento greiddi ungum leikara fyrir að þegja um meint kynferðisbrot Ítalska leikkonan Asia Argento greiddi ungum manni sem sakaði hana um kynferðisbrot fyrir þagmælsku. Argento er ein af andlitum #MeToo-hreyfingarinnar. 20. ágúst 2018 08:01
„Cannes var veiðilenda fyrir Harvey Weinstein" Leikkonan Asia Argento flutti tilfinningaþrungna ræðu á lokakvöldi kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, þar sem hún sagði frá því að Harvey Weinstein hefði nauðgað henni á hátíðinni fyrir rúmum 20 árum síðan. 20. maí 2018 12:45
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53