Fjölmargir karlmenn féllu í Tinder-gildru á Union Square: „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 00:03 Einn vonbiðlanna segir uppátækið vera til marks um fall siðmenningarinnar. vísir/getty Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira
Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Sjá meira