Hver er ábyrgð okkar í loftslagsmálum? Ásbjörn Björgvinsson skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar