Hver er ábyrgð okkar í loftslagsmálum? Ásbjörn Björgvinsson skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar