Enn hætta í Hítardal Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 19:30 Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri. Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri.
Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21