Enn hætta í Hítardal Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. ágúst 2018 19:30 Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri. Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Enn er hætta á skriðuhlaupi í Fagraskógarfjalli í Hítardal eftir framhlaupið sumar sem olli mikilli eyðilegginu á landi. Nýtt sprungusár hefur myndast í fjallinu og ekki er hægt að segja til um hvenær bergið losnar frá. Framhlaupið í Fagraskógarfjalli 7. júlí er með því stærra sem orðið hefur á Íslandi og telja sérfræðingar að hlaupið hafi komið hratt niður eða farið um 40-50 metra á sekúndu. Aftur hrundi úr toppi framhlaupsins tæpri viku síðar og síðan þá hefur myndast myndarleg sprunga í innanverðu skriðusárinu. Talið er að spildan sem sé að losna frá fjallinu sé á bilinu 50-150 þúsund rúmmetrar og er fólki enn ráðlagt að vera ekki á þessu slóðum. „Við eigum alveg von á því að það getir hrunið þarna úr á næstu dögum, vikum eða jafnvel mánuðum,“ segir Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Ekki er talið að ef skriðan falli að hún fari aðra leið en framhlaupið í sumar. Jón segir að hægt sé að sjá svona hreyfingar fyrir með gervihnattagreiningum en sérfræðingar urðu fyrst varir við hreyfingar í Hítardal fyrir þremur árum. Ekki liggur fyrir hvað olli framhlaupinu í sumar en ekki er talið ólíklegt að rigning og veðurfar hafi átt hlut að máli. Áður hefur það þekkst að sérfræðingar hafi komið af stað snjó- eða berghlaupi til að afstýra náttúru vá en það hefur ekki verið rætt vegna sprungunnar í Hítardal. „Við höfum svona aðeins velt þessu fyrir okkur: kannski það sem yrði erfiðast væri að koma sprengibúnaðinum fyrir því þá væru við að setja sérfræðingana í hættu, þannig að það þyrfti þá að ræða hvaða lausnir væri hentugar í þessu. Það hefur nú verið gert, eins og í Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð að þá voru sprengdir niður steinar til að draga úr grjóthrunshættu. Þannig að þetta hefur verið gert en aðstæður þar eru kannski mun þægilegri heldur en aðstæður eru þarna núna,“ segir Jón Kristinn. Sprungan sem hefur myndast er um 70-80 metrar að lengd og er í um 20-30 metra fjarlægð frá brún fjallsins. Hæð spildunnar sem gæti fallið er um 100 metrar. Jón segir að stórar skriður hafa verið áberandi á undanförnum árum og ekki hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. Erfitt sé þó að fullyrða um þetta vegna þess að tilvikin eru fá og langan tíma þarf til þess að breyting verði tölfræðilega marktæk.Uppfært:Jón Kristinn Helgason, jarðfræðingur vildi árétta að sérfræðingar hafi séð hreyfingar á svæðinu í Fagraskógarfjalli þegar farið var að skoða gervihnattamyndir aftur í tímann og að þar hafi sést að hreyfingar hafi hafist í fjallinu fyrir þremur árum. Hann vonast til þess að þá tækni sé hægt að nota til að greina fleiri svæði. Þá segir hann að berghlaup hafi ekki áður verið srengd fram heldur aðeins minni skriður og það með misgóðum árangri.
Tengdar fréttir Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47 Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Ráðleggja fólki að halda sig fjarri Fagraskógarfjalli Sprunga hefur myndast innnan við sár skriðunnar sem féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal 7. júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 13. ágúst 2018 19:47
Svæðið í Fagraskógarfjalli var á hreyfingu í einhvern tíma áður en skriðan féll Veðurstofan segir að ekki sé hægt að útiloka að stórar skriður séu að verða tíðari vegna loftslagsbreytinga. 21. júlí 2018 10:21