KR! Þórarinn Þórarinsson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Fyrstu sex ár ævi minnar ólst ég upp á Melunum. Ólíkt Kópavogi er gott að búa í 107 en þangað fluttu foreldrar mínir mig einmitt nauðugan. Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara. KR hefur mest tilfinningagildi fyrir okkur á og frá Melunum. Fótboltaklúbburinn í Frostaskjólinu er sverð okkar, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu. Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið. Að vera KR-ingur er löng kennslustund í þolinmæði, að sætta sig við mótlæti, kyngja vonbrigðum og stolti án þess að gefast upp. Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur. Styrkur KR og stærð eru fyrst og fremst fólgin í því að sama hvernig gengur elska keppinautarnir að hata okkur. Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum. Ég sef þess vegna bara alveg ágætlega á Grenimelnum á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og að Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu sex ár ævi minnar ólst ég upp á Melunum. Ólíkt Kópavogi er gott að búa í 107 en þangað fluttu foreldrar mínir mig einmitt nauðugan. Melarnir eru fallegasti og besti staður á landinu og sá sem býr þar þarf ekki að leita lengra frekar en hann kærir sig um. Og ég kærði mig bara ekkert um að fara. KR hefur mest tilfinningagildi fyrir okkur á og frá Melunum. Fótboltaklúbburinn í Frostaskjólinu er sverð okkar, sómi og röndóttur skjöldur, í blíðu og stríðu. Saga KR er ekki óslitin sigurganga. Við getum samt alveg sætt okkur við að fá ekki titil nema á svona tuttugu til þrjátíu ára fresti vegna þess að KR er miklu meira en bara fótbolti, eða körfubolti ef út í það er farið. Að vera KR-ingur er löng kennslustund í þolinmæði, að sætta sig við mótlæti, kyngja vonbrigðum og stolti án þess að gefast upp. Við KR-ingar erum svolítið eins og Jedi-riddarar þar sem við höfum í gegnum áratugina staðið andspænis ofureflinu, vitandi að jafnvel í ósigrinum erum við betri en andstæðingarnir, sameinaðir í hatri á okkur. Styrkur KR og stærð eru fyrst og fremst fólgin í því að sama hvernig gengur elska keppinautarnir að hata okkur. Leggja jafnvel stundum meira upp úr hatri sínu á KR en fylgispekt við eigið lið. Fyndið, vegna þess að þannig sigrum við líka þegar við töpum. Ég sef þess vegna bara alveg ágætlega á Grenimelnum á meðan brimsalt sjávarrokið lemur á gluggarúðunum og að Breiðablik, úthverfaliðið sem svikararnir pabbi minn og litla systir gengu til liðs við á meðan ég afplánaði Kópavoginn, er einu sæti fyrir ofan okkur í deildinni. Við KR-ingar erum nefnilega búnir að vinna þótt mótið sé ekki búið.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar