Cristiano Ronaldo mætir á Old Trafford með Juve: Svona eru riðlarnir í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 17:15 Cristiano Ronaldo spilar á Old Trafford í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Juventus og Manchester United lentu saman í riðli í Meistaradeildinni en dregið var í Mónakó í dag. Liverpool lenti í riðli með Paris Saint-Germain og Manchester City var mun heppnara með riðil en Tottenham. Hörður Björgvin Magnússon, eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni í ár, er á leiðinni á Santiago Bernebau þar sem CSKA Moskva mun spila við Real Madrid. Cristiano Ronaldo er kominn til Juventus og mætir því á sinn gamal heimavöll á Old Trafford. Hin liðin í riðli með Juventus og Manchester United eru spænska liðið Valencia og svissneska liðið Young Boys. Liverpool hefði getað verið mun óheppnara með riðil en mætir franska stórliðinu Paris Saint-Germain, ítalska liðinu Napoli og svo Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Englandsmeistarar Manchester City eru í þægilegum riðli með Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, franska liðinu Lyon og 1899 Hoffenheim frá Þýskalandi. Tottenham er í mun erfiðari riðli með stórliði Barcelona, hollenska liðinu PSV Eindhoven og Internazionale frá Ítalíu. Meistarar Real Madrid eru með ítalska liðinu Roma og Herði Björgvin Magnússyni og félögum í CSKA Moskva. Fjórða liðið er síðan Viktoria Plzen frá Tékklandi.Hér fyrir neðan má sjá riðlana í Meistaradeildinni 2018-19:A-riðill Atlético Madrid Borussia Dortmund Monakó Club BruggeB-riðill Barcelona Tottenham Hotspur PSV Eindhoven InternazionaleC-riðill Paris Saint-Germain Napoli Liverpool Crvena Zvezda BelgradD-riðill Lokomotiv Moskva Porto Schalke 04 GalatasarayE-riðill Bayern München Benfica Ajax AEK AþenaF-riðill Manchester City Shakhtar Donetsk Lyon 1899 HoffenheimG-riðill Real Madrid Roma CSKA Moskva Viktoria PlzenH-riðill Juventus Manchester United Valencia Young BoysDrátturinn var í beinni útsendingu á Vísi. Hér fyrir neðan má sjá útsendinguna og textalýsingu blaðamanns frá drættinum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira