Tyron Woodley þaggaði niður í gagnrýnisröddum með því að klára Till Pétur Marinó Jónsson skrifar 9. september 2018 05:39 Woodley kýlir niður Till. Vísir/Getty UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
UFC 228 fór fram í Dallas í Texas í nótt. Bardagakvöldið var einfaldlega magnað en í aðalbardaga kvöldsins sáum við Tyron Woodley upp á sitt allra besta. Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley mætti Darren Till í spennandi viðureign. Fyrir bardagann hafði Tyron Woodley verið gagnrýndur fyrir sína síðustu bardaga þar sem hann þótti alltof varkár og hreinlega leiðinlegur. Það var annað upp á teningnum í nótt. Darren Till stjórnaði pressunni framan af en var þolinmóður og ógnaði lítið. Woodley reyndi tvær fellur en Till varðist vel og þrátt fyrir að Till hafi stjórnað pressunni sótti Woodley meira í 1. lotu. Snemma í 2. lotu náði Woodley að kýla niður Till með þungri hægri. Woodley fylgdi því eftir með olnbogum í gólfinu en Till varðist vel og tókst að þrauka. Woodley reyndi að klára Till í gólfinu með höggum en Till varðist áfram vel. Þegar skammt var eftir af lotunni fór Woodley í „D’Arce“ hengingu og tappaði Till út eftir 4:19 í 2. lotu. Tyron Woodley varði því beltið í fjórða sinn og fékk hann að launum svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu eftir sigurinn frá þjálfurum sínum. Till var talinn sigurstranglegri af veðbönkum en Woodley svaraði vel fyrir slakar frammistöður að undanförnu með því að klára Darren Till. Bardagakvöldið var eins og áður segir frábært en í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Jessicu Andrade rota Karolinu Kowalkiewicz strax í 1. lotu. Þá fengum við einnig að sjá mörg glæsileg uppgjafartök og var þetta sennilega besta bardagakvöld ársins það sem af er ári. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Till náði vigt en nær hann titlinum? UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. 8. september 2018 19:45
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00