Landsliðsþjálfari Sviss, Vladimir Petkovic, sagði sitt lið hafa verið „of hugrakkt“ í byrjun leiks gegn Íslendingum en eftir fyrsta markið hafi þeir getað unnið hvaða lið sem er.
Ísland beið afhroð í leiknum og tapaði 6-0. Leikurinn byrjaði hins vegar ágætlega og áttu bæði lið ágæt færi í upphafi. Svisslendingar skoruðu hins vegar tvö mörk í fyrri hálfleik þar sem varnarmenn Íslendinga hefðu átt að gera betur og gerðu svo algjörlega út um leikinn í seinni hálfleik.
„Leikmennirnir tóku of miklar áhættur í byrjun, voru of hugrakkir,“ sagði Petkovic við svissneska fjölmiðla. Það voru ekki fjórir menn að gæta marksins að hverju sinni, eitthvað sem Petkovic leggur mikla áherslu á.
Eftir fyrsta markið tóku heimamenn leikinn yfir og sagði Petkovic „með þessum leikstíl hefðum við getað unnið hvern sem er.“
Svisslendingar „of hugrakkir“ í upphafi að mati þjálfarans
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti



Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn