Till náði vigt en nær hann titlinum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. september 2018 19:45 Woodley og Till í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sjá meira
UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í 5. gír í seinni Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22
Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00