Óttast að malbikaður stígur sé kominn til að vera á Austurvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. september 2018 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og malbikaði vegurinn fyrir neðan sem teygir sig inn á Austurvöll. Fréttablaðið/Ernir „Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
„Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent