Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. september 2018 09:00 Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. Fréttablaðið/AFP Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15